Upplýsingar

Dagsetning
2015.11.13

Sjúkrahótel rís

Þann 11.11 kl.11.11 tók Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skóflustungu að sjúkrahóteli Nýs Landspítala við Hringbraut. Til vitnis þeirri snöfurmannlegu framkvæmd voru margir fyrrverandi ráðherrar heilbrigðismála sem unnið hafa málinu lið á undanförnum árum.