Upplýsingar

Dagsetning
2017.06.19

FRÉTT // Barnaspítali Hringsins 60 ára

Barnaspítali Hringsins fagnaði 60 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 19. júní. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að barnadeild var sett á fót í tveimur herbergjum á gamla Landspítalanum árið 1957. Á síðasta ári lögðust vel á fjórða þúsund börn inn á legudeildir og dagdeild Barnaspítalans, um 14.000 börn komu á bráðamóttöku spítalans og tæplega 12.000 á göngudeildir. Öflugur stuðningur fjölmargra velunnara á stóran hlut að máli við uppbyggingu spítalans, einkum og sér í lagi Hringsins. Í tilefni af afmæli Barnaspítala Hringsins heimsóttu forseti Íslands og heilbrigðisráðherra spítalann. Hápunktur dagsins var þegar Hringskonur gáfu spítalanum búnað fyrir um 50 milljónir króna. Viðmælendur í þessu myndskeiði eru Ingileif Sigfúsdóttir deildarstjóri og Viðar Örn Eðvarðsson yfirlæknir. Leave the first comment: