Upplýsingar

Dagsetning
2017.11.01

Ermalausir læknasloppar

Langerma hvítir sloppar heyra brátt sögunni til en þann 1. nóvember 2017 verður byrjað að skipta þeim út fyrir stutterma sloppa. Þetta er gert til að minnka hættu á sýkingum, auðvelda handhreinsun og gera alla umgengni við sjúklinga öruggari. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd. Saumastofa Landspítala saumar alla sloppana og er gert ráð fyrir að það taki um 2 mánuði að stytta allar ermar.