Að vinna á Landspítala

Landspítali er háskólasjúkrahús með afar fjölbreytt störf og starfsemi. Spítalinn er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu og þar eru fjölmörg tækifæri til starfsþróunar og nýrra áskorana. Stefna Landspítala er að vera einn besti vinnustaður landsins, þekktur fyrir gott starfsumhverfi og góð samskipti. Uppbygging mannauðs er ein af fjórum lykiláherslum í stefnu Landspítala og Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun 2020-2023.

 

Mannauðsmínútan og starfamínútan (myndbönd)

Á Landspítala eru yfir fimm þúsund starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Það er áhugavert að kynna sér fólkið á bak við störfin og fá innsýn í ólík störf. Í stuttum myndböndum kynntumst við fólkinu sem vinnur á Landspítala.

Mannauðsmínútan

Starfamínútan