Leit
Loka
 

Velkomin(n) í liðið á Landspítala

forsida.png (671630 bytes)

Innilega velkomin til starfa með okkur á Landspítala. Við erum afskaplega stolt af því að starfa á þjóðarsjúkrahúsinu og það gleður mig að þú kjósir að slást í hópinn með okkur.
Ég vona að þú njótir þín í starfinu og þú vaxir og dafnir í þínum verkum. Ég hlakka til samstarfs við þig en leyfi mér líka að minna þig á að nota frítímann þinn vel með fjölskyldu og vinum.

Við sjáumst!
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala

Kæri samstarfsmaður!

Heilbrigður maður á margar óskir ...

en sá sem er veikur á aðeins eina ósk; að ná heilsu.

Það eru forréttindi í mínum huga að fá að starfa við þjónustu við heilsu þjónustu við lífið sjálft. Við erum öll jafn mikilvægir hlekkir í þeirri keðju sem Landspítali þjóðarsjúkrahús okkar Íslendinga - er, hvort sem við störfum beint í framlínunni við klíník eða í stoðþjónustu eins og ég. Ég vona innilega að þú munir upplifa það á hverjum degi í starfi hversu mikilvægur hlekkur í keðjunni þú ert og býð þig velkomna/velkominn í liðið.

Gangi þér vel
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs

Nýliðaþjálfun

Allir sem hefja störf á Landspítala fara í gegnum nýliðaþjálfun til að undirbúa nýjan starfsmann sem best undir starfið. Þessi nýliðamóttaka er í 3 þáttum:

 • »» Staðbundin kynning
 • »» Heilbrigðisviðtal
 • »» Vefnám - Skráning í Námskrá

Auðkenniskort

Allir starfsmenn á landspítala eiga að bera auðkenniskort. Mikilvægt er að allir starfsmenn fari í myndatöku áður en þeir hefja störf.

 • »» Myndataka fyrir auðkenniskort er alla virka daga frá 10-12 og 13-15 bak við móttökuna í Kringlunni, aðalinngangi Landspítala við Hringbraut.
 • »» Ekki þarf að panta tíma í myndatöku - bara að mæta.
 • »» Upplýsingar varðandi auðkenniskortin er hægt að fá í gegnum tölvupóstfangið: audkort@landspitali.is eða í síma 543 1880.

Þagnarskylda

 • »» Á Landspítala gildir þagnarskylda fyrir alla starfsmenn.
 • »» Sú regla gildir við meðferð heilsufarsupplýsinga á Landspítala að starfsmaður skal einungis leita eftir þeim upplýsingum um sjúklinga á Landspítala sem hann þarf á að halda í starfi sínu í þágu sjúklingsins eða í öðrum lögmætum tilgangi og þar sem fyrir liggur að slíkt sé heimilt samkvæmt lögum.
 • »» Ef starfsmenn opna sjúkraskrár án þess að eiga þangað sýnilegt erindi, getur slíkt leitt til áminningar eða brottrekstrar. 

Leynihólfið

 • »» Í upphafi fá starfsmenn úthlutað aðgangi að ákveðnum tölvukerfum í samræmi við hlutverk þeirra á Landspítala. Lykilorð starfsmanna eru send í Leynihólf þeirra (leyniholf.lsh.is). Nánari upplýsingar um leynihólf er að finna á innra netinu. 

Vinnustund

Vinnustund er kerfi sem heldur utan um viðveru starfsmanna Landspítala. Starfsmenn eru ábyrgir fyrir því að yfirfara og leiðrétta stimplanir jafnóðum. Yfirfara þarf mætingu í Vinnustund 1. og 15. hvers mánaðar, þar sem laun eru greidd samkvæmt innstimplun og útstimplun. Hringt er í númerið 9700 í upphafi og lok vinnudags. Síma er að finna við flesta innganga spítalans. 

Nánari leiðbeiningar er að finna á innri vef undir: starfsmaðurinn>nýr starfsmaður>vinnustund.

Nýráðningarviðtal

Allir nýráðnir starfsmenn eiga að fara í nýráðningarviðtal hjá starfsmannahjúkrunarfræðingi. 

Viðtalstímar:

 • »» Á göngudeild skurðlækninga B3, 3. hæð, á Landspítala Fossvogi. Tímapantanir í síma 543 7390 eða 543 1249. 
 • »» Á Eiríksgötu 5, 1. hæð, á Landspítala Hringbraut. Tímapantanir í síma 543 1330
a. Heilsufarsskoðun starfsmanna
b. Slysa og atvikaskráning
c. Búningsherbergi og fatnaður
d. Matsalir
e. Starfsmannasamtal
f. Ráðgjöf
g. Veikindi
h. Tölvur og tölvukerfi
i. Skutlan
a. Viðverustefna
b. Umhverfisstefna
c. Straumlínustjórnun
a. Samgöngusamningur
b. Líkamsrækt
c. Starfsmannafélag Landspítala
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?