Frétt

07. 02 2018

Auglýst eftir umsóknum í Vísindasjóð Landspítala vegna vorúthlutunar 2018

Auglýst er eftir styrkumsóknum í Vísindasjóð Landspítala vegna vorúthlutunar 2018
Umsóknarfrestur er til klukkan 18:00 mánudaginn 5. mars 2018


Notast skal við rafrænt umsóknarform sem er að finna hér.

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér og fylgi leiðbeiningum um gerð umsókna til sjóðsins gerð umsókna til sjóðsins. Ófullnægjandi umsóknum er vísað frá.


Vakin er sérstök athygli á því að miklar breytingar hafa orðið á leiðbeiningum frá fyrri árum og því sérlega áríðandi að umsækjendur lesi þær vandlega svo forðast megi að umsókn verði hafnað vegna þess að leiðbeiningum var ekki fylgt.
Umsækjendum er bent á mikilvægi þess að afla tilskilinna leyfa vegna vísindaverkefna, s.s. Persónuverndar, Vísindasiðanefndar, framkvæmdastjóra lækninga o.s.frv.

Vakin er sérstök athygli á því að Vísindasjóður veitir einungis einn styrk til hvers verkefnis á styrkárinu (haust 2017 til hausts 2018).

Bent er á að hægt er að leita eftir ráðgjöf hjá tölfræðingi Landspítala, Ubaldo Benitez Hernandez, um tölfræðilega tengd mál við hönnun vísindaverkefna. Senda má beiðni um ráðgjöf og tímapöntun til ubaldob@landspitali.is.

Frekari upplýsingar um málefni tengd umsóknarferlinu er hægt að fá hjá Jóhönnu Gunnlaugsdóttur (johgunnl@landspitali.is), sími: 543 6179 eða Oddnýju S. Gunnarsdóttur (oddnygun@landspitali.is), sími: 543 1470.

Til baka

Myndir með frétt