Frétt

04. 12 2017

Mathús Garðabæjar gaf Barnaspítalanum peninga

Stefán Magnússon frá Mathúsi Garðabæjar og Jóhanna Guðbjörnsdóttir frá Barnaspítala Hringsins sem tók við peningagjöf matsölustaðarins - nóvember 2017
Mathús færði Barnaspítala Hringsins í nóvember 2017 að gjöf 120 þúsund krónur sem söfnuðust með sölu á réttum af barnamatseðli.  Fjárhæðin rennur í sjóði Barnaspítalans sem eru ætlaðir til að fjármagna tæki og annan búnað fyrir spítalann í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

Til baka