Frétt

04. 12 2017

Breyttar áherslur í nýrri útgáfu klínískra leiðbeininga um líknarmeðferð

Klínískar leiðbeiningar um líknarmeðferð hafa verið endurskoðaðar og gefnar út á vef Landspítala. Helstu breytingar frá árinu 2009 fela í sér að lögð er enn frekari áhersla á líknarmeðferð fyrr í sjúkdómsferlinu, meiri áhersla er á samtalið um framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið, þarfir mismunandi sjúklingahópa og hagnýtari leiðbeiningar um meðferð einkenna.

Viðmælendur: Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá líknarráðgjafateymi Landspítala og Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og heimahlynningar. Til baka