Frétt

05. 11 2017

Klamýdia og lekandi: Ný aðferð í greiningu

Sýkla- og veirufræðideild Landspítala tók 1. nóvember 2017 í notkun nýtt PCR-tæki, cobas 4800 (Roche), til greininga á Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae.

Mælt er með skeiðarstrokum frá konum og þvagsýnum frá körlum fyrir nýja tækið og nota þarf sérstök sýnatökuglös.

Frá og með 15. nóvember 2017 verður ekki lengur tekið við sýnum í APTIMA glösum fyrir eldra tækið, Tigris (Hologic). 

Nánari upplýsingar um sýnatökur fyrir nýja tækið má finna í gæðahandbók Sýkla- og veirufræðideildar:

Til baka