Frétt

03. 11 2017

Viðurkenningar veittar á Degi vinnuverndar á Landspítala

Vinnuverndardagur á Landspítala 3. nóvember 2017 - Hólmfríður Erlingsdóttir (t.h.) afhenti Kristínu Jónsdóttur viðurkenningu.

Vinnuverndardagur á Landspítala 3. nóvember 2017 - Hólmfríður Erlingsdóttir (t.h.) afhenti Kristínu Jónsdóttur viðurkenningu.

 
Vinnuverndardagur á Landspítala 3. nóvember 2017 - Hólmfríður Erlingsdóttir (t.h.) afhenti Rögnu Björgu Ársælsdóttur viðurkenningu.

Vinnuverndardagur á Landspítala 3. nóvember 2017 - Hólmfríður Erlingsdóttir (t.h.) afhenti Rögnu Björgu Ársælsdóttur viðurkenningu.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi vinnuverndarstarf á Degi vinnuverndar á Landspítala sem haldinn var í fyrsta skipti 3. nóvember 2017. Markmið dagsins er að vekja athygli á vinnuvernd og hvetja starfsmenn og stjórnendur til að huga að öryggi og liðan í vinnu.

Rannsóknarsvið fékk viðurkenningu en á sviðinu starfar öflugt öryggisteymi undir stjórn Kristínar Jónsdóttur sem er öryggisvörður vinnuumhverfis sviðsins. Teymið er með vel skilgreint verklag fyrir vinnuverndarstarf sem tekur mið af staðlinum ISO15190 um öryggismál á rannsóknardeildum. Á rannsóknarsviði eru reglubundið unnið áhættumat á störfum, atvik skráð og markvist unnið að umbótum út frá því. Mörg metnaðarfull vinnuverndarverkefni hafa verið unnin á rannsóknarsviði og er Efnahandbókin og verklag um förgun efnaúrgangs gott dæmi. 

Ragna Björg Ársælsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við starfi öryggistrúnaðarmanns á bráðadeild G2 í byrjun þessa árs. Hún þykir hafa sýnt mikinn áhuga og frumkvæði í forvarnarvinnu, verið góð fyrimynd og sýnt hvað eintaklingur getur haft mikil áhrif í forvörnum. Ragna Björg hefur komið að skipulagi öryggisdaga deildarinnar, skrifað um vinnuverndarmál í fréttablað hennar og að allra mati sinnt vinnuverndarþætti í móttöku nýráðinna starfsmanna sérstaklega vel. Hún stóð að því að gera fræðslumyndband og innleiða umbætur tengdar umgengni við blóðtökuvagna á deildinn til að draga úr stunguóhöppum.

Samkoma á vinnuverndardegi á Landspítala 3. nóvember 2017 - Ingibjörg Jónsdóttir
 
Samkoma á vinnuverndardegi á Landspítala 3. nóvember 2017.
 
Samkoma á vinnuverndardegi á Landspítala 3. nóvember 2017.

Til baka