Frétt

03. 10 2017

Nýtt verklag Landspítala við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag

Landspítali tekur  3. október 2017 upp nýtt verklag við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag. Markmiðið er að bæta horfur sjúklinga með brátt blóðþurrðarslag sem koma til meðferðar á spítalann.

Langalgengasta orsök blóðþurrðarslags er skyndileg stífla í slagæð vegna blóðsega sem stöðvar eðlilegt blóðflæði til heila. Slík blóðflæðiskerðing veldur fljótt varanlegri skemmd í heila. Við slík veikindi er meðferð sem miðar að enduropnun slagæðarinnar eins fljótt og unnt er algjört lykilatriði. Meðferðin  felur í sér að blóðseginn er leystur upp eða fjarlægður til að koma aftur á eðlilegu blóðflæði. Slík meðferð minnkar varanlegan skaða og fötlun sjúklinga. Hægt er að veita slíka enduropnunarmeðferð með tvennu móti, annars vegar með gjöf segaleysandi lyfs í æð og hins vegar segabrottnámi með æðaþræðingu. Árangur beggja meðferða er mjög tímaháður, því fyrr sem meðferðin er veitt því minni skaði hlýst og betri verða horfur sjúklinganna.

Nánar hér

Til baka