Frétt

17. 07 2017

Jóhanna G. Þórisdóttir ráðin deildarstjóri bráðageðdeildar 32C

Jóhanna G. Þórisdóttir
Jóhanna G. Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri á bráðageðdeild 32C  á Landspítala frá 1. júní 2017.

Jóhanna lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún er með MSc.-gráðu í lýðheilsuvísindum frá Nordic School of Public Health frá 2014 og lauk diplómagráðu í geðhjúkrun vorið 2017 frá Háskóla Íslands. Jóhanna hefur starfað við geðhjúkrun frá árinu 2003, bæði við Landspítala og á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Hún gegndi stöðu aðstoðardeildarstjóra á réttargeðdeild Landspítala frá 2014 til 2017. 

Til baka