Frétt

28. 06 2017

Skrifstofa rekstrarsviðs komin í Eirberg

Eirberg, Landspítala Hringbraut
Skrifstofa rekstrarsviðs Landspítala og hluti verkefnastofu, þar sem unnið er að undirbúningi nýs spítala, hefur nú flust á 1. hæð í Eirberg á Landspítala Hringbraut.  Skrifstofurnar voru til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni eða þar til leigusamningur um húsnæði þar rann út nú vorið 2017.

Framkvæmdir standa yfir í Eirbergi og verða fram á haust. Á meðan er gengið inn í skrifstofur og fundarherbergi (Kaldbak) í suðvestri, við malarbílastæðið. 

 

Til baka