Frétt

28. 06 2017

Sigurvegari í aukakeppni á golfmóti Securitas færði barnaspítalanum sigurlaunin

Sigurlaun í aukakeppni á golfmóti Securitas gefin Barnaspítala Hringsins - Sigurbjörg A. Guttormsdóttir og Jóhanna Guðbjörnsdóttir á Barnaspítalanum með vinningshafanum Erni Sveinssyni og Hirti Frey Vigfússyni - júní 2017
Á árlegu golfmóti Securitas er ekki bara keppt í golfi heldur einnig nokkrum þrautum þar sem keppendur safna peningaupphæð í pott sem ánafnað er til góðgerðamála.  
Í ár söfnuðust kr. 80.000.  Vinningshafinn, Örn Sveinsson, ánafnaði verðlaunaupphæðina Barnaspítala Hringsins.  

Jóhanna Guðbjörnsdóttir veitti upphæðinni viðtöku 28. júní 2017 fyrir hönd barnaspítalans. Þess má geta að Örn vann líka í keppninni í fyrra og ánafnaði þá verðlaunafénu einnig til barnaspítalans.  

Á myndinni eru Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, vinningshafinn Örn Sveinsson og Jóhanna Gubjörnsdóttir. 

Til baka