Frétt

28. 06 2017

BUGL fékk fótbolta áritaðan af hetjunum í karlalandsliðinu

BUGL fékk fótbolta sem strákarnir í karlalandsliðinu í fótbolta höfðu áritað - júní 2017
Fannar Ingi hjá auglýsingastofunni Maurar leit inn á BUGL 28. júní 2017 og gaf merkilegan fótbolta sem hafði farið með karlalandsliðinu í fóbolta til Danmerkur í mars 2016 á æfingaleik vegna Evrópumeistaramótsins  Þar fékk Aron Einar fyrirliði fótboltann í hendurnar og allt landsliðið áritaði. Með boltanum fylgdu óskir um að hann verði til gagns og ánægju fyrir skjólstæðinga barna-  og unglingageðdeildar, BUGL. 

Til baka