Frétt

18. 05 2017

Björn R. Lúðvíksson nýr formaður prófessoraráðs

Hluti prófessoraráðs Landspítala í maí 2017
Á fundi prófessoraráðs Landspítala 18. maí 2017 voru kosnir nýr formaður og varaformaður ráðsins, Björn R. Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræði og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor í innkirtlasjúkdómum.

Þau taka við ráðinu af Tómasi Guðbjartssyni, prófessor í skurðlæknisfræði, og Engilbert Sigurðssyni, prófessor í geðlæknisfræði, sem nýverið tók við embætti forseta læknadeildar HÍ. Alls eiga 43  einstaklingar sæti í ráðinu en allir eru prófessorar við læknadeild HÍ og jafnframt starfsmenn Landspítala.   

Til baka