Frétt

07. 04 2017

Ársfundur Landspítala 2017 verður 24. apríl

Ársfundur Landspítala 2017 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hinn 24. apríl og hefst kl. 14:00.

Heilbrigðisráðherra mun ávarpa fundinn auk þess sem forstjóri Landspítala og framkvæmdastjóri fjármálasviðs fara yfir rekstur, starfsemi og hlutverk spítalans.

Á Landspítala starfa um 5.500 manns og til spítalans leituðu liðlega 100 þúsund einstaklingar árið 2016.

Síðasta ár var þungt í rekstri Landspítala og flæðisvandi talsverður en engu að síður voru tekin fjölmörg framfaraskref sem lúta að meðhöndlun sjúklinga og uppbyggingu Landspítala til framtíðar þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi.

Sex starfsmenn Landspítala munu á ársfundinum greina frá framsæknum verkefnum sínum í læknisfræði, hjúkrun, líffræði, umhverfismálum, samgöngum og umbótastarfi (lean), ásamt því sem tíu starfsmenn og tvö teymi verða sérstaklega heiðruð fyrir frábæra vinnu.

Skráning á ársfundinn 2017

Til baka