Ráðherrarnir tóku hús á starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi og kynntu sér aðstæður og starfsumhverfi.
Að því loknu lá leiðin á Hringbraut þar sem þær Kristrún og Alma heimsóttu geðþjónustu spítalans þar sem þær ræddu meðal annars við starfsfólk á bráðalegudeild geðrofssjúkdóma.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítala, slóst með í för og tók meðfylgjandi myndir.