Mannauðssvið

MannauðssviðLandspítala, stærsta þekkingafyrirtækis landsins, á að vera fyrirmynd annarra fyrirtækja og stofnana í sínum málaflokki á landsvísu og stuðlar að því að gera spítalann að eftirsóttum, samkeppnishæfum og alþjóðlegum vinnustað sem veitir hagkvæma og skilvirka þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á. Mannauðsdeildin ber ábyrgð á stefnumörkun, yfirumsjón, samhæfingu og eftirfylgni mannauðsstjórnunar á Landspítala og eru helstu málaflokkarnir kjaramál, starfsþróun og heilsa, öryggi og vinnuumhverfi. 

Mannauðsstefna spítalans byggir á gildum, umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun en öryggi starfsmanna er forsenda öryggi sjúklinga.

Mannauðssvið vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að því að kunnátta, færni og frumkvæði nýtist sem best.

Staðsetning:  Eiríksgötu 5, 1. hæð s. 543 1330
Afgreiðslutími:  Virka daga kl. 08:00-16:00

 

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs