Klínísk leiðbeining

Varnandi sýklalyfjagjöf

Öllum er löngu ljóst mikilvægi sýklalyfjavarnarmeðferðar við ýmsar skurðaðgerðir til að fækka skurðsýkingum. Á Landspítala hafa verið í gildi um langt skeið vinnureglur á einstökum deildum um sýklalyfjagjöf við aðgerðir. Þessar vinnureglur hafa verið settar með mismunandi formlegum hætti og eftirlit með því hvort reglunum sé raunverulega fylgt er trúlega ábótavant. Þá er það einnig mjög bagalegt þegar meta á árangur vinnureglna að skráning skurðsýkinga hefur aldrei verið góð á Íslandi.
Á Landspítala hafa verið í gildi um langt skeið vinnureglur á einstökum deildum um sýklalyfjagjöf við aðgerðir
Við óformlega könnun á því hvernig sýklalyfjavarnarmeðferð er háttað á deildum sjúkrahússins kom í ljós að talsverðs misræmis gætir milli deilda og sumt virðist brjóta í bága við viðurkenndar vinnureglur. Virðist því brýn ástæða til að fara yfir þessi mál og samræma og skapa samstöðu um sýklalyfjavarnarmeðferð við skurðaðgerðir sem byggðar eru á traustum gagnreyndum rannsóknum. Var þetta eitt fyrsta verkefni nýskipaðrar nefndar um gerð klínískra leiðbeininga á LSH sem Ari Jóhannesson stýrir. Var Páli Helga Möller, Sigurði B. Þorsteinssyni og Rannveigu Einarsdóttur falið að safna gögnum erlendis frá, meta þau í ljósi íslenskra aðstæðna og gera tillögu að vinnureglum sem síðan yrðu endanlega ákveðnar í samráði við viðkomandi sérfræðilækna. Endurskoðað í júní 2013.
Varnandi sýklalyfjagjöfVarnandi sýklalyfjagjöf
Uppfært  07.  júní 2013