Klínísk leiðbeining

Byltur

Þessum klínísku leiðbeiningum er ætlað að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að taka ákvarðanir, sem byggðar eru á gagnreyndri þekkingu, um aðgerðir til að koma í veg fyrir byltur eldra fólks á sjúkrahúsum. Leiðbeiningarnar eru byggðar upp með notagildi í huga, þannig að hver starfsmaður geti flett upp í lista með gagnreyndum aðgerðum og valið meðferð sem hentar hverjum sjúklingi.
Markmiðið með klínískum leiðbeiningum til að fyrirbyggja byltur er að finna sjúklinga í byltuhættu á kerfisbundinn hátt, að byltum fækki og að meiðsli þeirra sem detta verði minni háttar
Markmiðið með klínískum leiðbeiningum til að fyrirbyggja byltur er að finna sjúklinga í byltuhættu á kerfisbundinn hátt, að byltum fækki og að meiðsli þeirra sem detta verði minni háttar. Til þess að ná þessum markmiðum þarf sameiginlegt átak allra sem koma að hverjum sjúklingi. Þá er átt við alla heilbrigðisstarfsmenn, sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Einnig þurfa stjórnendur stofnana að vera meðvitaðir um sitt hlutverk. Þeir þurfa að leggja áherslu á fræðslu, hvetja til notkunar leiðbeininganna, skipuleggja skráningu á byltum og gefa starfsfólkinu svörun um árangur.
BylturByltur
Uppfært  01.  febrúar 2007