Klínísk leiðbeining

Þrýstingssár

Þrýstingssár eru staðbundin vefjaskemmd í húð og/eða undirliggjandi vef, sem orsakast af þrýstingi, núningi, togi eða blöndu af öllu þessu. Ýmsum hópum sjúklinga er hættara en öðrum við að fá þrýstingssár, sérstaklega öldruðum, hreyfiskertum, þeim sem eru bráðveikir og einstaklingum með taugaskaða. Þrýstingssár hafa verið og eru áhyggjuefni allra sem starfa við hjúkrun, en einstaklingar sem eru í hættu á að fá þrýstingsár njóta þjónustu á sjúkrahúsum, í heimahúsum, á öldrunarstofnunum og víðar.
Þrýstingssár hafa verið og eru áhyggjuefni allra sem starfa við hjúkrun
Algengi þrýstingssára á Íslandi var kannað á árunum 1992 og 1994 og reyndist það á bilinu 8,9 – 9,6%. Menn eru á einu máli um að þrýstingssár séu of algeng og tölur sem þessar óásættanlegar. Klínískar leiðbeiningar um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára beinast fyrst og fremst að þeim sem eru rúmfastir eða bundnir hjólastól, ýmist tímabundið eða viðvarandi. Tilgangur þessara leiðbeininga er að fækka þrýstingssárum hjá þessum áhættuhópi.
ÞrýstingssárÞrýstingssár
Uppfært  01.  júlí 2008