Klínísk leiðbeining

Azacítidín

Azacítidín er frumuhemjandi lyf sem er skráð í Bandaríkjunum og Evrópu sem meðferð við mergmisþroska (MDS) með meðal eða mikla áhættu, langvinnu einkyrningahvítblæði (CMML) og afleitt bráða kyrningahvítblæði (secunder AML) þar sem mergskipti koma ekki til greina. Lyfið er notað við ofangreindum ábendingum á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi. NICE hefur gert kostnaðarábatagreiningu og samþykkti í mars 2011 leiðbeiningar um notkun azacítidíns sem meðferð sjúklinga með mergmisþroska með meðal eða mikla áhættu, langvinnt einkyrningahvítblæði og brátt kyrningahvítblæði þar sem mergskipti koma ekki til greina1.
AzacítidínAzacítidín
Uppfært  30.  mars 2012