Klínísk leiðbeining

Epóetínlyf

Síðan 1993 hefur raðbrigða manna erýthrópóetín verið viðurkennt til meðferðar á blóðleysi hjá sjúklingum með lokastigs nýrnabilun en síðar einnig hjá sjúklingum á meðferð við illkynja sjúkdómum. Nú eru á markaði þrjú mismunandi raðbrigða erýthrópóetín til meðferðar á blóðleysi, epóetín alfa, epóetín beta og darbepóetín. Öll lyfin eru svipuð hvað varðar klínískar ábendingar og virkni en darbepóetín hefur töluvert lengri verkunartíma en hin lyfin tvö og þarf því að gefa það sjaldnar.
EpóetínlyfEpóetínlyf
Uppfært  .