Leit
Loka

DAM teymi Hvítabandi

DAM-teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga, læknaritara og jógakennara/listamanni.

Banner mynd fyrir  DAM teymi Hvítabandi

Staðsetning: Hvítabandshúsið, Skólavörðustíg 37, 101 Reykjavík

Móttaka er á 2. hæð

Sími: 543 4600

Hagnýtar upplýsingar

DAM-teymið samanstendur af þverfaglegum hópi lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa/fjölskyldufræðings, hjúkrunarfræðinga og læknaritara. Teymisstjóri hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni teymisins er að sinna einstaklingum með persónuleikaraskanir, tilfinningalegan óstöðugleika og langvarandi kvíða og þunglyndi.

Dagskrá DAM-teymis

Meðferðin grundvallast á díalektískri atferlismeðferð (DAM- meðferð). Aðrir þættir í meðferðinni eru m.a, líkamshugleiðsla, markmiðssetning, fræðsla, fjölskyldumeðferð og vikuleg einstaklingsviðtöl.Tímalengd meðferðar er allt að 5 mánuðir.

Farvegur tilvísana: tilvísanir koma frá inntökustjóra geðsviðs og legudeildum Landspítala og æskilegt er að mat og greiningu liggi fyrir. Sjá tilvísunar eyðublað. Allar tilvísanir utan LSH skulu berast inntökustjóra geðsviðs. Þegar tilvísun hefur borist til teymisins er farið yfir beiðnina og einstaklingurinn kallaður inn í forviðtal. Að forviðtali loknu fær sjúklingur að vita hvort hann geti nýtt sér meðferð og hvenær meðferð getur hafist.

Meðferðin hefst á 3-4 undibúningsviðtölum við einstaklingsmeðferðaraðila, heilbrigðisviðtali við hjúkrunarfræðing og viðtali við félagsráðgjafa. Að því búnu hefst meðferð á dagdeild sem fer fram fjóra daga vikunnar, mánudag til fimmtudags, frá kl. 09.-12.00. Mætingarskylda er í alla dagskrárliði.


Meðferðin er krefjandi og tilgangur er með öllum þáttum hennar. Ætlast er til að sjúklingar sýni ábyrgð með því að stunda meðferðina, vinna heimaverkefni og þjálfa þá færni sem kennd er. Virk þátttaka í öllum dagskrárliðum er grundvöllur þess að meðferðin skili árangri. Ekki er hægt að sleppa völdum atriðum úr dagskránni.

Ströng krafa er gerð um fulla mætingu og stundvísi enda löng reynsla fyrir því að með mætingu og þátttöku eru mestar líkur á að fullnægjandi árangur náist. Tekið er tillit til veikinda og annarra eðlilegra ástæðna en fari mæting undir 80% er meðferð hætt. Forföll skulu ávallt boðuð í síma deildarinnar.

Stundatafla DAM-meðferðar >>

Beiðni um þjónustu í DAM teymi Landspítala (Word)

Hvað er DAM meðferð?

Díalektísk atferlið meðferð (DAM) er gagnreynt meðferðarúrræði sem þróað var af Marsha Linehan árið 1993 fyrir sjúklinga með alvarlegan sjálfskaða og sjálfsvígstilburði sem uppfylla greiningarskilmerki fyrir persónuleikaröskun með óstöðugum geðbrigðum (jaðarpersónuleikaröskun).

Síðari ár hafa rannsóknir leitt í ljós að meðferðin er árangursrík fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan tilfinningavanda eins og langvinnt þunglyndi og kvíða, átröskun og geðhvörf.

Meðferðin byggist á kenningafræðilegum grunni þar sem erfðir og umhverfi spila saman og valda erfiðleikum í tilfinningastjórnun sem er kjarna einkenni persónuleikaröskunar og fleiri geðraskana.

Í DAM meðferð er lögð áhersla á aukna meðvitund um hugsanir og tilfinningar (núvitund) og færni í tilfinningastjórn, samskiptum og streituþoli. Heildarmarkmið meðferðarinnar er að stuðla að bættri samskiptafærni, tilvinningaviðbrögðum, hugsunum og hegðun í tengslum við vandamál í daglegu lífi.

Meðferðin skiptist í fjóra þætti;

  • Núvitund
  • Streituþol
  • Tilfinningastjórnun
  • Samskiptafærni

Núvitund: er einn af undirstöðuþáttum meðferðarinnar og á rætur að rekja til Zen buddisma.

Markmið þjálfunarinnar er að verða meðvitaðri um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Þjálfunin er nokkurs konar athygliþjálfun sem hjálpar til við að halda athyglinni á því sem birtist innra eins og hugsanir og tilfinningar og í umhverfinu, á því augnabliki, án þess að dæma það.

Núvitundin hjálpar einnig við að njóta þess sem er og lífa lífinu með aukinni ánægju.

Streituþol: er eins konar skyndihjálp þar sem kenndar eru aðferðir til að sefa erfiðar tilfinningar um stundar sakir svo hægt sé að beita hjálplegri leiðum í framhaldi.

Streituþolsfærni skiptist í tvo þætti annars vegar að þola við í erfiðum aðstæðum og tilfinningum án þess að gera þær verri og hins vegar að læra að gangast við raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru.

Tilfinningastjórnun: fræðsla um tilfinningar, hvað þær heita, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun.

Auk þess eru kenndar aðferðir til þess að auka þola við í erfiðum tilfinningum.

Samskiptafærni: í upphafi eru samskipti kortlögð og hindranir sem koma í veg fyrir árangursrík samskipti skoðuð.

Síðan er farið yfir leiðir til að byggja upp og rækta góð sambönd, slíta skaðlegum samböndum koma jafnvægi á milli þess að geta beðið um það sem maður þarfnast og sagt nei við því sem maður vill ekki.

Meðferðin felur í sér hópa- og einstaklingsvinnu.

Hópavinna er í formi fræðslu, verkefnavinnu og umræðum.

Einstaklingsvinnan fer fram í einstaklingsviðtölum þar sem unnið er með hvern færniþátt og hann aðlagaður að hverjum og einum.

Bækur

  • Stop walking on eggshells. Höfundar: Mason og Kreger
  • Loving someone with Borderline Personality Disorder. Höfundur: Manning
  • Borderline Personality Disorder: A guide for the newly diagnosed. Höfundar: Chapman og Gratz

 

Vefsíður

 

Gagnleg myndbönd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?