Sjúkrahúsapótek

Afgreiðslutími


Lyfseðlaafgreiðsla
Almennur afgreiðslutími fyrir lyfseðla í sjúkrahúsapóteki LSH er frá kl. 8:00-15:30 virka daga. 

Símanúmer :

Lyfseðlar/Apótek LSH
Upplýsingar um lyfseðla: 543 8234
Fax: 543 8245

Hlutverk Sjúkrahúsapóteks LSH er að þjónusta deildir LSH og sjúklinga með öflun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf í samræmi við lyfjalög og lög um réttindi sjúklinga gildin að leiðarljósi. Áhersla er lögð á vera í fremstu röð og standast alþjóðlegan samanburð. Markvisst er stuðlað að öflugu mennta og vísindastarfi.

Yfirlyfjafræðingur sjúkrahúsapóteks LSH er Inga J. Arnardóttir, ingaja@landspitali.is

Helstu verkefni:

  • Að svara fyrirspurnum frá læknum og hjúkrunarfræðingum um hvers kyns upplýsingar er varða lyf, svo sem verkun þeirra, milliverkanir við önnur lyf, aukaverkanir, verð og samheitalyf.
  • Framleiðsludeild apóteksins sér m.a. um að blanda krabbameinslyf í dreypi og lyfjadælur fyrir göngudeildarsjúklinga, næringarblöndur fyrir vökudeild og sérblanda augndropa fyrir augndeild LSH.
  • Að kaupa inn og dreifa öllum lyfjum á deildir spítalans. Auk þess sér það um birgðastýringu lyfja á nokkrum deildum, (technician top-up service). Apótek hefur umsjón með lyfja- og vökvabirgðum deildar og ber ábyrgð á að lyf og vökvar séu til á deild skv. fyrirfram ákveðnum birgðalista sem er unninn í samvinnu við lyfjatengla deildar. Lyfjatæknir fer yfir birgðir tvisvar til þrisvar í viku og fyllt er á lyfjabirgðir eftir þörfum skv. pöntunarmarki og birgðalista deildar. Lyfjatæknir ber einnig ábyrgð á fyrningum og geymslu lyfja á deild.
  • Að veita klíníska lyfjafræðiþjónustu. Lyfjafræðingur tekur þátt í teymisvinnu á deildum spítalans þar sem ítarleg yfirferð og eftirfylgni með lyfjameðferð á sér stað til að tryggja að árangur lyfjameðferðar náist.

Sjúkrahúsapótekið tekur eins og aðrar deildir LSH virkan þátt í menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks.
Þar starfa bæði lyfjafræði- og lyfjatæknanemar og vinna að verkefnum sem eru hluti af námi þeirra undir handleiðslu leiðbeinanda frá apótekinu.

Nemarnir fá verklega þjálfun þar með því að ganga í dagleg störf að svo miklu leiti sem réttindi þeirra leyfa.
Við Hringbraut fer afgreiðsla lyfseðla fer fram í sérstakri deild, Apótekinu sem er fjárhagslega aðskilin annarri starfsemi sjúkrahúsapóteksins.

Þar eru afgreidd öll lyf (skráð, óskráð og S-merkt lyf.) Apótekinu er þó eingöngu heimilt að afgreiða lyfseðla sem eru sérmerktir LSH og skrifaðir af læknum sjúkrahússins.