Reykleysismeðferð

Reykleysismeðferð og tóbaksvarnir á geðsviði

Sérfræðingur í hjúkrun á geðsviði Landspítala veitir ráðgjöf til reykleysis. Ráðgjöfin er opin öllum notendum þjónustu á geðsviði sem áhuga hafa á reykbindindi. Ekki er nauðsynlegt að vera í skipulagðri meðferð til að nýta sér ráðgjöfina. Notendur geta haft samband milliliðalaust við sérfræðing í síma 543 4200 eða beðið meðferðaraðila sína að hafa milligöngu um ráðgjöf.

Ráðgjöf til starfsmanna geðsviðs um tóbaksvarnir og reykleysisstuðning til skjólstæðinga

Sérfræðingur í hjúkrun veitir starfsmönnum geðsviðs ráðgjöf um tóbaksvarnir og stuðning til reykleysis skjólstæðinga geðsviðs sé eftir því leitað. Beiðnum skal komið á framfæri í síma 543 4200.

Reykleysi er frelsi en ekki fórn (pdf)

www.reyklaus.is

 

Þegar þú ástundar reykbindindi muntu finna hvernig heilsa þín batnar með hverjum nýjum degi