Þjónusta

Ferli- og bráðaþjónusta

Hjá ferli- og bráðaþjónustu geðsviðs fer fram fyrsta greining og er fólki vísað þaðan áfram til frekari meðferðar. Stundum getur viðkomandi þurft á innlögn að halda en að öðrum kosti er vísað til móttökuteymis göngudeildar eða áfengis- og vímuefnateymis eða til úrræða utan sjúkrahússins. Í neyðartilvikum utan þessa tíma getur fólk leitað til almennu bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi. Ferli- og bráðaþjónusta sinnir einnig dagdeild Hvítabandsins og dag- og göngudeild átröskunar.

Fíknigeðdeild

Á fíknigeðdeild Landspítala er rekin sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga þar sem geðraskanir og misnotkun vímuefna fara saman. Við deildina starfar breiður hópur fagfólks á þremur einingum sem vinna náið saman. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun og teymisvinnu.

Móttökudeildir

Á móttökudeildum er tekið á móti geðsjúkum sem þurfa á bráðainnlögn að halda. Innlagnir á deildirnar fara í gegnum bráðaþjónustu eða lækna deildanna. Meðferðin er fjölþætt og sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir því sem unnt er á hverjum tíma. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að veikindum og heilbrigði. Stefnt er að heildrænni þjónustu þar sem sjúklingur og fjölskylda hans eru upplýst um meðferðina og taka þátt í að efla heilbrigði sjúklinga eftir útskrift.

Endurhæfing  

Endurhæfing fólks með geðsjúkdóma fer fram á Kleppi og á Endurhæfingu LR á Laugarásvegi 71. Endurhæfing er samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli notanda, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Lögð er áhersla á að stuðla að auknum lífsgæðum hjá fólki og hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum. Þátttaka í samfélaginu, valfrelsi og leið til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði í endurhæfingu geðsviðs.

Öryggis- og réttargeðþjónusta

Sérhæfð geðdeild á Kleppi vinnur að þróun meðferðar fyrir alvarlega geðsjúka einstaklinga og sem þurfa á langtímameðferð að halda. Sérhæfð réttargeðdeild einnig á Kleppi sinnir ósakhæfum geðsjúkum einstaklingum og endurhæfir þá aftur út í samfélagið. Eftirfylgd réttar- og öryggisþjónustu er verkefni sem verið er að þróa í samræmi við lagalega skyldu yfirlæknis réttarþjónustunnar að bera ábyrgð á eftirfylgd einstaklinga sem dæmdir hafa verið í meðferð í ákveðinn tíma í kjölfar sjúkrahúsvistar á réttargeðdeild 

Félagsráðgjöf

Sálfræðiþjónusta

Samfélagsgeðteymi

Vettvangsgeðteymi

Iðjuþjálfun á geðsviði