Fulltrúi notenda

 
Á geðsviði Landspítala starfar einstaklingur sem hefur reynslu af því að vera í hlutverki sjúklings inni á geðdeild.

Bergþór Grétar Böðvarsson er fulltrúi notenda á geðsviði Landspítala
bergbo@landspitali.is

Skrifstofa: 1 hæð í geðdeildarbyggingu við Hringbraut, gengið inn til vinstri.  Inngangur

Viðvera við Hringbraut

 • Virka daga (utan mánudaga og föstudaga) kl. 09:00-15:00 (stundum lengur).
 • Panta viðtal í s. 543 4081 / 824 5315 eða bergbo@landspitali.is

Viðvera á Kleppi

 • Mánudaga kl. 09:00–16:00.  
 • Sími 543 4056 / 824 5315      
     •  
 • Viðtalstími er bókaður á deildinni eins fljótt og unnt er

Markmið

Þeir sem leita eftir og fá þjónustu á geðsviði Landspítala 
 • Finni sig velkomna og að þeir séu þátttakendur í heildinni
 • Séu vel upplýstir um möguleika í þjónustu og samskiptaleiðum
 • Sé ljóst að þeir geti leitað til fulltrúa notenda, sem er þeirra talsmaður

Hlutverk fulltrúa notenda

 • Vera fyrirmynd og sýna öðrum fram á að það er hægt að ná bata með ýmsum leiðum
 • Efla notendaþekkingu á geðsviði
 • Bæta ímynd, þjónustu og viðmót á geðsviði
 • Sýna fram á að fyrrverandi notendur geti átt fullt erindi í vinnu með fagfólki í heilbrigðisþjónustu geðfatlaðra
 • Efla samvinnu við notendur þjónustu á geðsviði Landspítala
 • Efla formlega samvinnu gæðaráðs geðsviðs við notendur
 • Hjálpar sjúklingum að nýta réttindi sín og að vera þátttakendur í eigin meðferð