Kapella

Á bráðadeild er vígð kapella. Starfsmönnum bráðadeildar er umhugað um góða umönnun sjúklinga, aðstandenda og nákominna við andlát sjúklinga. Hugað er vel að þörfum aðstandenda í samvinnu við presta og djákna spítalans.

Við andlát er haldin kveðjustund á deildinni fyrir þá sem það vilja. Bráðadeild veitir einnig þá samfélagsþjónustu, ef vofveigleg andlát eiga sér stað utan spítala svo sem við slys og sjálfsvíg, að möguleiki er á því að koma með hinn látna á deildina. Þá er aðstandendum sinnt og haldin kveðjustund á kapellu.