Endurhæfing

Skilgreining Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á endurhæfingu:


Endurhæfing miðar að því að skjólstæðingur nái aftur eins góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri færni og unnt er. Hún felur í sér öll þau úrræði sem miða að því að draga úr áhrifum fötlunar og þeim hindrunum sem fötlunin veldur. Hún felur jafnframt í sér þau úrræði sem gera fötluðu fólki kleift að vera virkir þjóðfélagsþegnar.

Lengi vel voru eftirfarandi alþjóðleg hugtök notuð um þetta ( WHO – ICIDH):
Skerðing (impairment), hömlun (disability) og fötlun (handicap).

Nú ryðja sér til rúms nýjar skilgreiningar sem birta aðra sýn en þær eldri, samanber hugtökin virkni og þátttaka. Nýja skráningarkerfið heitir ICF: International Classification of Function, Disability and Health. Unnið er að þýðingu þess á íslensku.

Sjá: www.who.int