Leit
Loka

Spurt og svarað um COVID-19 fyrir starfsfólk Landspítala 

 

 

Sýna allt

Starfsmenn og aðrir sem leita á spítalann eiga að fylgja leiðbeiningum farsóttanefndar vegna nálægðartakmarkana, grímunotkunar, sóttkvíar og leyfis sjúklinga.

Sjá nánar:


Sjá spurningar og svör varðandi COVID-19 á vef Embættis landlæknis

Veiran getur smitast milli manna. Smitleiðin er oftast snerti- og dropasmit sem er svipað og í inflúensu. Í einstaka tilfellum getur orðið úðasmit. Meðgöngutími frá smiti þar til einkenni koma fram er oft um það bil 6 dagar. Einkennalausir smita ekki eftir því sem næst verður komist.

Landspítali hefur ákveðið að fylgjast náið með því starfsfólki sem sinnir sjúklingum með COVID-19 sýkingu með daglegri skimun fyrir hita og öðrum einkennum í 14 daga frá síðustu útsetningu.

 • Starfsmaður skráir nafn sitt á ákveðinn lista þegar hann fer inn í einangrunarherbergi sjúklings með COVID-19. Vaktstjóri sendir skannað afrit til starfsmannahjukrun@landspitali.is í lok hvers dags.
 • Starfsmenn fylla út ,,einkennalista“ í 14 daga frá síðustu mögulegu smitun
 • Starfsmenn skulu nota sérstakan hlífðarbúnað þegar þeir sinna sjúklingi með COVID-19 sýkingu til að hindra smitleiðir veirunnar (dropa-, snerti- og úðasmit)
 • Mikilvægt er að starfsmenn kynni sér vel hvernig á að klæðast í og klæðast úr  hlífðarfatnaði á réttan hátt.
 • Veggspjöld hanga fyrir framan einangrunarstofur og í myndskeiði eru leiðbeiningar þar sem farið er ítarlega yfir hvernig á að klæðast hlífðarbúnað og fara úr honum aftur.
 • Hafi orðið meiri háttar frávik við notkun hlífðarbúnaðar, t.d. hlífðarsloppur rifnað, er mælt með því að fara í sturtu þegar komið er út frá sjúklingi, annars er valkvætt að fara í sturtu í lok vaktar áður en haldið er heim.

Heilbrigðisstarfsmenn í réttum hlíðfarbúnaði sem hafa sinnt sjúklingum með COVID-19 sýkingu hafa ekki verið útsettir. Rétt notkun á viðeigandi hlífðarbúnaði er verndandi og rýfur smitleiðir. Starfsmaður er engu að síður skráður á lista yfir starfsmenn sem sinntu sjúklingi með COVID-19 og eiga að fylgjast með einkennum.

Dagleg skimun heilbrigðisstarfsmanns

Ef þú hefur umgengist veikan einstakling með COVID-19 sýkingu án viðeigandi hlífðarbúnaðar ertu mögulega útsettur.

Það að vera útsettur felur í sér að þú hafir verið innan við tvo metra frá einstaklingi með COVID-19 meðan hann var smitandi, þ.e. veikur og með hósta eða hnerra, eða snert hann; sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki (öðru en millilandaflugvél).

Ef þú hefur komist í slíka nálægð við sjúkling með COVID-19 sýkingu við störf þín á Landspítala án viðeigandi hlífðarbúnaðar, skaltu tilkynna stjórnanda og hafa samband við starfsmannahjúkrunarfræðing í netfangið: starfsmannahjukrun@landspitali.is eða í síma 543 1330 á dagvinnutíma.

Einkennalausir geta mögulega verið smitandi í allt að sólarhring áður en einkenni koma fram. Þess vegna eru reglur um sýkingavarnir, grundvallarsmitgát og umgengni mikilvægar og mikilvægt að fara eftir þeim.
Sýna allt

Ef þú ert með einkenni sem geta bent til sýkingar vegna COVID-19 hefur þú samband við stjórnanda þinn og afboðar þig í vinnu. Stjórnandi tilkynnir til starfsmannahjúkrunarfræðinga í netfang: starfsmannahjukrun@landspitali.is eða í síma 543 1330 á dagvinnutíma.

- Sjá einnig COVID-19 – Smit greinist óvænt hjá starfsmanni – deild í sóttkví 

 1. Starfsmönnum sem eru í sóttkví og fá einkenni sem geta bent til COVID-19
 2. Starfsmönnum sem fá einkenni sem geta bent til COVID-19 og hafa verið útsettir fyrir staðfestu tilfelli af COVID-19

Starfsmannahjúkrunarfræðingar eru á bakvöktum til kl. 20:00 á kvöldin og um helgar til að svara spurningum vegna Covid-19 og taka sýni ef þörf er á.
Best er að senda tölvupóst á starfsmannahjukrun@landspitali.is en það er vaktað netfang.

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, mæði, hálssærindi og skyndileg almenn vanlíðan (s.s. höfuðverkur, slappleiki, beinverkir.)

COVID-19 getur valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu sem einkennast af öndunarerfiðleikum

Almenna ferlið við smitrakningu er á vegum rakningateymis sem stýrt er af Ríkislögreglustjóra. Þar fer fram rakning allra tilfella í samfélaginu, en þó ekki að því leyti sem snýr að smitum innan Landspítala.  Sýkingavarnadeild Landspítala fær tilkynningar um greind eða grunuð tilfelli COVID-19 innan Landspítala, og annast rakningu þeirra. Ákvörðun um sóttkví starfsmanna og tilkynningar til viðkomandi eru í höndum sýkingavarnadeildar sömuleiðis. Tilfellin sem rakin eru innan Landspítala eru þó að sjálfsögðu einnig tilkynnt til almannavarna og skráð í gagnagrunn þar.  
- sjá einnig COVID-19 - smit greinist óvænt hjá starfsmanni - deild í sóttkví

Starfsmenn Landspítala eru tryggðir eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn í þjónustu ríkisins og njóta réttinda samkvæmt lögum og kjarasamningum. COVID-19 smit sem stafar frá sjúklingi getur flokkast sem atvinnusjúkdómur og þá getur starfsmaður notið aukins veikindaréttar.

 

Í yfirlýsingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 6. mars 2020 segir:  

“Ákveðið hefur verið að starfsmenn ríkisins innan íslenska heilbrigðiskerfisins sem sinna umönnun COVID-19 sýktra einstaklinga muni njóta sérstaks veikindaréttar. Sama gildir um þá starfsmenn ríkisins sem af öðrum ástæðum sýkjast af sama sjúkdómi við störf sín innan íslenska heilbrigðiskerfisins.

Framangreindir starfsmenn sem verða óvinnufærir vegna veikinda af sjúkdómnum COVID-19 skulu halda launum í samræmi við ákvæði kjarasamninga um rétt til launa í veikindum. Þar til annað verður ákveðið telst sá tími sem óvinnufærni varir ekki til launaðs veikindaréttar samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Í þeim tilvikum sem smit af völdum COVID-19 leiðir til varanlegrar örorku eða dauða gilda kjarasamningsbundnar slysatryggingar um framangreinda starfsmenn.

Hinn sérstaki veikindaréttur er á eigin áhættu ríkissjóðs.

Ákvörðun þessi er tekin miðað við þá þekkingu sem nú liggur fyrir um COVID-19 og gildir þar til tilkynnt verður um annað.

- Sjá einnig Minnisblað frá 25. mars 2020 um réttarstöðu starfsmanna sem sinna sjúklingum með hættulega sjúkdóma

- Sjá einnig grein  Daggar Pálsdóttur um skyldur og réttindi lækna á tímum Covid 19.

Meðan Covid19 faraldur geisar er sérstaklega mikilvægt að starfsfólk með einkenni sem svara til Covid19 einkenna haldi sig heima. Ef starfsmaður uppfyllir skilyrði sem sett eru fyrir sýnatöku innan Landspítala (sjá spurninguna “Frá hverjum taka starfsmannahjúkrunarfræðingar sýni?”) skal stjórnandi hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is. Ef einkennin eru önnur eða skilyrðin fyrir aðkomu starfsmannahjúkrunarfræðinga ekki uppfyllt skal málið fara í hefðbundinn farveg hjá heilsugæslu.

Sóttkví er notuð þegar starfsmaður hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki veikur sjálfur. Starfsmaður sem hefur sinnt COVID-19 smituðum sjúklingum í hlífðarbúnaði fer ekki í sóttkví en fylgist með daglegum einkennum skv. leiðbeiningum um eftirlit með útsettum starfsmönnum fyrir COVID-19.

- Sjá nánar COVID-19 – sóttkví starfsmanns - leiðbeiningar og  COVID-19 - sóttkví starfsmanna - A, B og C 

Er þú ert settur í sóttkví tilkynnir þú það þínum stjórnanda og fylgir ráðum um heimasóttkví. Stjórnandi tilkynnir í tölupósti til farsóttarnefndar á netfang: farsottarnefnd@landspitali.is.  

- sjá nánar Covid-19 - sóttkví starfsmanna leiðbeiningar - sóttkví starfsmanna – A , B  og C


 • Sóttkví B: Stjórnandi í samráði við sýkingavarnadeild og farsóttanefnd tekur ákvörðun um sóttkví B.
 • Sóttkví C: Farsóttanefnd tekur ákvörðun um sóttkví C að beiðni stjórnanda.

 - Sjá nánar: COVID-19 - sóttkví starfsmanna - A, B og C

 


Starfsmaður í sóttkví telst ekki veikur. Því getur Landspítali, ef aðstæður krefjast, farið fram á vinnuframlag af þinni hálfu meðan á sóttkví stendur. Þetta er þó háð því að vinnan sé unnin að heiman, og að aðstæður þínar leyfi það eða þú fallir undir skilgreiningu á sóttkví Beða sóttkví C. .
- sjá nánar  COVID-19 - sóttkví starfsmanna - A, B og C.
1. Skráning þegar ég er í sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðiyfirvalda á Íslandi eða fyrirmælum Landspítala
a) Ef þú getur unnið heima í sóttkví tilfallandi eða reglubundin verkefni notar þú merkinguna „unnið heima“ í Vinnustund. Sama gildir um starfsmenn í tímavinnu.b) Ef þú ert í sóttkví og getur ekki unnið heima í starfs þíns vegna notar þú merkinguna „sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda, launuð fjarvera gr. 12.2.6. „2. Skráning þegar ég má ekki mæta til vinnu á meðan sambýlisfólk mitt er að bíða eftir niðurstöðu úr COVID-19 sýnatöku
Þú mætir ekki til vinnu á meðan heimilismaður eða sambýlisfólk er að bíða eftir svari úr COVID-19 sýnatöku. Skráir fjarvist í Vinnustund sem „Leyfi heimilað af yfirm. til skamms tíma…..“ - sjá nánar sýnatökur hjá fjölskyldumeðlim3. Skráning þegar ég sem foreldri kemst ekki til starfa þar sem barn mitt eða börn eru í sóttkví
Ef þú átt ungt barn/börn í sóttkví, þ.e. barn sem hefur ekki þroska eða aldur til að virða þær reglur sem gilda um heimasóttkví, þá ert þú sjálfur í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis. Ef þú getur unnið verkefni heima er merkt í vinnustund „unnið heima”,en ef starfið er þess eðlis að ekki er hægt að sinna því að heiman notar þú merkinguna „Leyfi heimilað af yfirmanni…“


4. Skráning ef ég er í heimkomusóttkví
Áður en þú ferð úr landi tryggir þú þér leyfi frá störfum meðan á heimasóttkví varir og nota til þess áunnin leyfi s.s. orlof, staðarvaktafrí, frítökurétt, vetrarfrí, bakvaktafrí o.s.frv. eða taka launalaust leyfi.
Ef starf þitt aftur á móti býður upp á það að þú getur unnið heima að öllu leyfi þar til niðurstöður seinni sýnatöku liggur fyrir er það heimilt með skriflegu leyfi stjórnanda.
Sjá nánar frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd 17. ágúst 2020
Sýna allt

Þú átt ekki að mæta á starfseiningu fyrr en neikvæð niðurstaða liggur fyrir. Ef þú getur ekki skilað vinnuframlagi þínu heima ertu hvattur til að reyna að skipta á vakt. Ef ekki tekst að skipta á vakt ert þú heima samkvæmt ákvörðun farsóttanefndar í úrvinnslusóttkví sem er sambærilegt sóttkví sem er til komin vegna útsetningar og fyrirmæla stjórnvalda (þ.e. ekki vegna ferðalags starfsmanns erlendis) og er slík sóttkví launuð. Ská á vakt sem Z- leyfi þ.e. leyfi heimilað af yfirmanni til skamms tíma s.s. læknisferða, jarðarfara o.s.frv.

Ef hins vegar samkomulag næst um að skipta á vakt þá er það auðvitað einnig heimil leið, en þá fær þú greiddan aukatíma fyrir það skv. kjarasamningi.

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu af völdum Covid19.   Ef meðhöndlandi læknir þinn metur það svo að þú sért óvinnufær vegna þessara áhættuþátta þá gefur læknirinn út læknisvottorð þess efnis. Stjórnandi metur hvort vottorðið fari í farveg til trúnaðarlæknis Landspítala.  Aðrir möguleikar eru að breyta starfsvettvangi eða verkefnum tímabundið eða vinna heima, ef starf þitt býður upp á það

Sóttvarnalæknir hefur gefið útleiðbeiningar um hópa í sérstakri áhættu. Ekkert bendir til að þunguðum konum eða nýfæddum börnum þeirra sé sérstök hætta búin í COVID-19 faraldrinum. Farsóttarnefnd Landspítala  leggur þó til í leiðbeiningum frá 29.03. að, til að gæta fyllstu varúðar,  taki þungaður heilbrigðisstarfsmaður ekki sýni úr slíkum einstaklingi né meðhöndli hann ef aðrir einstaklingar eru til staðar sem geta sinnt þeim störfum. Sjá nánar leiðbeiningar frá Farsóttanefnd.

- Sjá einnig: Spurt og svarað um COVID-19 - Meðganga, fæðing, sængurlega, brjóstagjöf og nýburinn.

Sem heilbrigðisstofnun býr Landspítali að þekkingu til að aðstoða starfsfólk við að verja sig, með hlífðarbúnaði og hreinlæti. Sjá leiðbeiningar á vefsvæði landlæknis. Ef þú finnur til óöryggis hvað það varðar skaltu leita til þíns stjórnanda og óska eftir aðstoð og kennslu í smitgát og sóttvörnum. 

Heilbrigðisstarfsmaður getur ekki skorast undan störfum sínum af þessari ástæðu.

Eina lögbundna undantekningin er í 14. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn er eftirfarandi:
„Heilbrigðisstarfsmanni er heimilt að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf hans, enda sé tryggt að sjúklingur fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.“

Sýna allt
Á erfiðum tímum er sérstaklega mikilvægt að muna eftir samskiptasáttmála Landspítala. Við komum fram af virðingu og hlýju við samstarfsfólk okkar, eins og alla aðra – allir eru að leggja sig fram við óvenjulegar aðstæður. Ítrekað er að allt starfsfólk hefur fulla heimild til að láta í sér heyra ef samskipti eru ekki góð, og minna samstarfsfólk á samskiptasáttmálann. Án góðra samskipta er öryggi og líðan bæði sjúklinga og starfsmanna ógnað.
Eðlilegt er að viss kvíði geri vart við sig á tímum sem þessum. Sem heilbrigðisstofnun búum við yfir þekkingu til að aðstoða starfsfólk við að verja sig, með hlífðarbúnaði og hreinlæti. Ef þú finnur til óöryggis um handhreinsun og hlífðarbúnað skaltu endilega leita eftir fræðslu þar um. Einnig er mælt með því að ræða við samstarfsfólk um líðan sína, þó þannig að leitast sé við að viðhalda 2ja metra fjarlægð. Einnig má benda á stuðnings- og ráðgafateymið, sem nú býður upp á fjarsamtöl og vaktsíma alla daga, en tilgangur teymisins er að styðja við starfsfólk hvað varðar andlega þáttinn og líðan. Senda má beiðni á starfsmannastudningur@landspitali.is  eða hringja í 1330. 
Hér má minna á þjónustu Stuðnings- og ráðgjafarteymis Landspítala, sem hefur það hlutverk að styðja starfsfólk. Þótt starfsfólk Landspítala taki á erfiðum verkefnum af æðruleysi, hugrekki og yfirvegun geta viðfangsefni sem fela í sér óvissu, ógn eða álag vakið kvíða og aukið streitu, og það á svo sannarlega við nú þegar kórónuveiran geisar.

Ef svo er kann að vera gagnlegt að viðra líðan sína og huga að aðferðum sem vinna gegn kvíða og streitu. Allar nánari upplýsingar um stuðnings- og ráðgjafateymið má finna á innri síðu Landspítala http://innri.lsh.is/starfsemin/radgjof-thjonusta-og-teymi/studnings-og-radgjafarteymi/ Þar er einnig að finna beiðnaform fyrir þá sem óska eftir þjónustu teymisins. Eins er hægt að senda póst á starfsmannastudningur@landspitali.is

Sýna allt

Samkomubannið frá 16. mars með síðari breytingum hefur áhrif innan sem utan Landspítala. Á spítalanum hafa verið unnar leiðbeiningar um umgengni í vinnuumhverfinu, sem stjórnendur á hverjum stað útfæra með öryggi sjúklinga og starfsmanna að leiðarljósi.

- Sjá leiðbeiningar um umgengni í vinnuumhverfi á Landspítala í ljósi samgöngubanns.

 

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag í matsölum tekið breytingum með stuttum fyrirfara. Starfsmenn eru hvattir til að fylgjast með á fréttavef spítalans og WP.

Farsóttanefnd Landspítala beinir þeim tilmælum til starfsmanna að lágmarka eins og mögulegt er að fara fram og til baka milli deilda og húsa spítalans. Þessi tilmæli geta náð til annarra vinnustaða, og þá sérstaklega vinnustaða s.s. hjúkrunarheimila, þar sem mikilvægt er að forðast smit vegna sjúklinga í áhættuhópum þar. Þó þarf alltaf að hafa í huga hvers eðlis vinna þín er, og hagsmuni heildarinnar við að þú vinnir áfram annars staðar. Því er mælt með að þú ræðir við þinn stjórnanda, hvort þú ættir að minnka eða auka við starfshlutfall þitt á Landspítala tímabundið.

Eftir 4. maí:

Starfsmenn Landspítala sem vinna einnig á annarri stofnun er heimilt frá og með 4. maí að vinna á báðum stöðum eins og venjulega.

Frá og með 4. maí geta nemendur og starfsmenn farið á milli starfseininga. Þú mátt því vera í verknámi á einni deild og vinna á annarri eftir 4. maí.

Frá og með 4. maí mega starfsmenn og nemendur fara á milli starfseininga og vinna á fleiri en einni starfsstöð á Landspítala.

Ef ætlunin er að breyta starfi úr dagvinnustarfi í vaktavinnustarf (eða vaktavinnustarfi í dagvinnustarf) og ekki næst samkomulag við starfsmann hefur stjórnandi þau úrræði að beita 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ("19.gr. bréf"). Ef samkomulag næst við starfsmann þá þarf ekki slíkt bréf.

 

Starfsmönnum Landspítala er ráðlagt að óska eftir forgangi fyrir börn sín á leikskóla og skólaaldri á www.island.is þar sem tilgreint er hvaða stéttir eiga forgang um vistun barna sinna (börn i leikskóla og í 1. og 2. bekk í grunnskóla). Þegar þú hefur sótt um forgang þarftu einnig að láta viðkomandi leikskóla/skóla vita um að búið sé að óska eftir aukinni vistun með rafrænum hætti skv. forgangi. Ef full vistun er ekki samþykkt og vinir og vandamenn geta ekki hlaupið undir bagga óskar þú eftir að taka út orlof eða annað uppsafnað frí. Ef þú átt ekkert frí getur þú tekið kauplaust leyfi eða fyrirfram orlof í samræmi við ávinnslu.
Starfsmenn eru einnig hvattir til að skoða með stjórnenda sínum hvort möguleiki sé á að færa til vaktir eða vinna heima.
Starfsmenn sem eiga börn í sóttkví, þ.e. ung börn sem hafa ekki þroska eða aldur til að virða þær reglur sem gilda um heimasóttkví, eru sjálfir í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis. Starfsmaður fær greidd laun á meðan að sóttkví stendur yfir. Sé barnið veikt nýtur starfsmaður réttar til launa vegna veikinda barns.
Fyrsti valkostur í þessari stöðu er að kanna hvort unnt er að færa til vaktir eða vinnutíma, svo þú getir uppfyllt vinnuskyldu þína, eða að vinna starfið að heiman. Ef þetta er ekki mögulegt eru valkostirnir að taka út orlof eða kauplaust leyfi.  

Ekki eru aukalegar greiðslur til starfsmanna fyrir að flytja sig milli deilda, enda er það hluti af ráðningarsamningi allra starfsmanna Landspítala að geta þurft að vinna á öðrum deildum.   

Á fjarfundagátt HUT á innri vef eru góðar leiðbeiningar um fjarfundalausn fyrir fartölvur, tölvur með vefmyndavélum, farsíma og spjaldtölvur. Hægt er að senda fundarboð á aðila utan LSH og funda með þeim. Mælt er með að allir þátttakendur, noti Google Chrome vafrann eða Safari í Apple tækjum, þegar þeir funda. Virkar ekki í Internet Explorer.

Á Workplace er auðvelt að hafa fundi eða spjall milli tveggja aðila eða teymi, en þá er búin til hópur með þeim aðilum sem eiga að taka þátt í samtali og síðan hringt með að ýta á símtól eða myndavél efst í hægra horni.

Nánari upplýsingar:

Þar sem því er við komið er reynt að endurskipuleggja vinnurými og vinnulag þannig að minnst tveggja metra bil sé milli einstaklinga. Stjórnendur áhættugreina sína starfsemi og endurskipuleggja eins og kostur er sem getur falið í sér aukinn hlífðarbúnað, tilfærslu í vinnu eða rými. Huga þarf sérstaklega að starfsfólki með áhættuþætti og reyna að takmarka samgang milli sérhæðra starfsmanna t.d. með að skipta starfsmannahópnum í tvo hópa og lágmarka samgang á milli þeirra. Í einhverjum tilvikum geta starfsmenn unnið heima og þarf þá að skoða ýmsar tengingar að kerfum, tölvupósti, fjarfundum o.fl.

Nánar: 

Sýna allt

Starfsmenn Landspítala sem koma erlendis frá eftir 18. ágúst þurfa að fara í sýnatöku við komu, fara í heimasóttkví í 5-7 daga og síðan í aðra sýnatöku skv. boðun.
Starfsmönnum er ekki heimilt að vinna í sóttkví C fyrr en tveimur neikvæðum sýnum hefur verið skilað. Fram að því þurfa starfsmenn að taka út orlof ef ekki er mögulegt að vinna heima. Eftir það má yfirmaður sækja um sóttkví C sem gildir þá þar til 14 dagar eru liðnir frá heimkomu. Í sóttkví C ber starfsmanni að fara eftir reglum Landspítala um grímunotkun á vinnustað þegar ekki er hægt að virða 2ja metra reglu.

Frá og með 4 maí eru fyrri tilmæli um að hitta ekki samstarfsmenn utan vinnu dregin til baka en ítrekað mikilvægi sóttvarna, 2ja metra reglu og forðast hópamyndun.

Landspítali hvetur starfsfólk sitt eindregið til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um ferðir á áhættusvæði. Frá 19. ágúst er allur heimurinn skilgreindur sem áhættusvæði m.t.t. til COVID-19.

Nánari upplýsingar á vef Embættis landlæknis og á vef covid.is

Framkvæmdastjórn Landspítala ákvað 26.08.2020, í ljósi stöðu farsóttarinnar og áhrifum hennar á starfsemi spítalans, að framlengja þær hömlur sem hafa verið á náms- og ráðstefnuferðum til annarra landa, a.m.k. út októbermánuð 2020 og að nýjar náms- og ráðstefnuferðir verði ekki samþykktar á þessu tímabili.

Frétt um efnið hér

Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Starfsmenntunarsjóði BHM hefur sjóðurinn ekki tekið ákvörðun um hvort veittur verði styrkur vegna ferða sem ekki verða farnar/ hætt hefur verið við. Sjóðurinn mun hins vegar ekki fara fram á að þeir sjóðfélagar sem þegar hafa fengið styrk greiddan út endurgreiði styrk sinn til sjóðsins, en mun þá réttindi sjóðsfélaga teljast nýtt að fullu eða af hluta (fer eftir styrkupphæð).

Sjá einnig Endurgreiðsla á kostnaði vegna ferða sem Landspítali hefur samþykkt

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd taka fram í frétt 17.08.2020 að þar sem aðdragandi reglubreytinga er stuttur eru ólík skilmerki varðandi launagreiðslur til starfsfólks, eftir því hvenær ferð hefst og lýkur.

 • Starfsmenn sem þegar (þ.e. fyrir 17.ágúst) hafa fengið samþykkta sóttkví C skv. eldri leiðbeiningum og koma til Íslands á tímabilinu 19.-26. ágúst verða í heimasóttkví á launum. Ef mögulegt er að vinna starfið heima þá vinnur starfsmaður að heiman.
 • Starfsmenn sem fara úr landi frá og með 27. ágúst verða bæði að tryggja sér leyfi frá störfum í þá daga sem heimasóttkví varir og annað hvort nota til þess áunnin leyfi s.s. orlof, staðarvaktafrí, frítökurétt, vetrarfrí, bakvaktafrí o.s.frv. eða taka launalaust leyfi. Ef eðli starfsins býður upp á að unnið sé heima að öllu leyti þar til niðurstöður seinni sýnatöku liggja fyrir er það heimilt með sérstöku skriflegu leyfi frá stjórnanda.

Eftir sem áður þarf að sækja um leyfi til farsóttanefndar fyrir sóttkví C sem getur fyrst hafist þegar tvö neikvæð sýni liggja fyrir – farsottanefnd@landspitali.is
fyrir.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?