Heimsóknar- og afgreiðslutímar
Á Landspítala gildir sú meginregla að heimsóknir til sjúklinga eru heimilar á öllum tímum dagsins.
Fólk er þó hvatt til þess að hafa samráð við hjúkrunarfræðinga á vakt um heimsóknir.
Þægilegasti heimsóknartíminn er frá kl. 15:00 til 20:00.
Aðalinngangi við Hringbraut og inngangi á Landakoti er lokað kl. 21:00 en í Fossvogi kl. 20:00. Eftir það eiga gestir að snúa sér til vaktmanna og gefa upp nafn sitt og nafn og deild sjúklingsins.
Á Kleppi er húsinu læst kl. 24:00.
Reglur á einstaka deildum
Á mörgum geðdeildanna eru sérstakar reglur um heimsóknartíma, til dæmis eru á barnageðdeild Dalbraut 12 heimsóknartímar fyrir aðra en foreldra og systkin á miðvikudögum kl. 16:00-18:00.
Fólk er hvatt til að kynna sér það nánar við innlögn sjúklinga.
Bráðamóttaka geðdeilda við Hringbraut er opin:
- kl. 12:00-19:00 virka daga
- kl. 13:00-17:00 um helgar og alla helgidaga.
Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi
Heimsóknartími milli kl. 16:00 og 19:30 alla daga.
Opið er fyrir maka frá kl. 09:00 á morgnana og geta þeir verið hjá móður og barni fram á kvöld.
Heimsóknartími á kvenlækningadeildir á 1. hæð kvennadeildahússins við Hringbraut er kl. 18:30-20:00.
- Fossvogi - blóðsýnataka kl. 8:00-15:45 alla virka daga
- Hringbraut - blóðsýnataka kl. 8:00-15:00 alla virka daga
Bráðamóttaka barna á Barnaspítala Hringsins er opin allan sólarhringinn alla daga ársins
Bráðamóttakan í Fossvogi er opin allan sólarhringinn alla daga ársins
- Við Hringbraut (13D) er opin kl. 07:00-19:00 virka dag
- Í Fossvogi (A5) er opið kl. 07:00-22.00 virka daga