Almennar reglur um aðgengi á Landspítala
- Ákvörðun viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar frá 23. júlí 2021
Aðgengi að Landspítala er takmarkað og ber öllum sem erindi eiga inn á spítalann að gera grein fyrir sér við öryggisverði þar sem þeir eru staðsettir. Í húsum þar sem öryggisverðir eru ekki í anddyri er aðeins opið á heimsóknartíma og þurfa gestir að gera grein fyrir sér með því að nota dyrabjöllu eða hringja á viðkomandi deild.
Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn. Einnig getur reynst nauðsynleg öryggisráðstöfun að vísa fólki frá sem ekki vill nota skurðstofugrímu inni á spítalanum en þar er nú algjör grímuskylda.
Allir inngangar verði læstir nema þar sem sjúklingar eiga erindi en þeir inngangar verða takmarkað opið. Starfsfólki er bent á að nýta sér aðra aðgangsstýrða innganga en þá sem sjúklingar nota þar sem því verður við komið. Á þetta sérstaklega við fyrst á morgnana og síðdegis þegar flestir starfsmenn eru að koma til og fara úr vinnu.