Almennar reglur um aðgengi á Landspítala
í gildi frá 18. maí 2020
Gert ráð fyrir að umferð um Landspítala Hringbraut og Landspítala Fossvog sé óhindruð eftir 18. maí en deildir áfram aðgangsstýrðar. Á tímabilinu kl. 16:00-19:00 verða legudeildir ólæstar og aðstandendum frjálst (einn gestur per sjúkling og eftir atvikum einn fylgdarmaður) að fara inn. Starfsfólki er heimilt að vísa fólki frá ef fleiri en einn (ásamt fylgdarmanni þar sem það á við) gestur mætir í heimsókn.
Allir inngangar verði læstir nema þar sem sjúklingar eiga erindi en þeir inngangar verða takmarkað opið. Starfsfólki er bent á að nýta sér aðra aðgangsstýrða innganga en þá sem sjúklingar nota þar sem því verður við komið. Á þetta sérstaklega við fyrst á morgnana og síðdegis þegar flestir starfsmenn eru að koma til og fara úr vinnu.