Leit
Loka

Krabbamein og kynlíf

Í fræðsluefninu ,,Spurningar og svör um krabbamein og kynlíf” sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur gaf út árið 2011 fyrir hönd Krabbameinsfélagsins er þessari spurningu svarað svohljóðandi:

,,Nei, geislameðferð virkar einungis á þeim stað sem geislað er og geislunin hvorki smitast né kemst milli ástvinar eða maka á neinn hátt, þar með talið við kynmök. Hjá einstaklingum sem fá meðferð með geislavirku joði eða innri geislameðferð gilda hins vegar ákveðnar reglur á meðan meðferð stendur. Krabbameinslyf berast heldur ekki milli fólks og megnið af niðurbrotsefnum lyfjanna skilst út með þvagi. Hins vegar má finna vott af niðurbrotsefnum í legslímhúð og sæðisvökva og því almennt mælt með því að fólk noti smokka við samfarir ef liðið er minna en 48 tímar frá lyfjagjöf.”

Það virðist afar mismunandi hversu mikið konur njóta kynferðislegra atlota á brjóst.

Hjá sumum konum hefur kynferðisleg örvun á brjóst og geirvörtur aldrei verið nein sérstök uppspretta kynferðislegrar ánægju.

Fyrir aðrar konur er slík örvun ómissandi í kynlífi og hjá sumum þeirra eru brjóstagælur eingöngu uppspretta kynferðislegrar fullnægingar.

Þegar konur fara í brjóstauppbyggingu eftir brjóstabrottnám er vandlega farið í á hvern hátt brjóstið muni líta út eftir uppbyggingu.

Skyn eða næmi breytist einnig. Skyn í geirvörtu er mismunandi eftir gerð brjóstnáms.

Stundum er hægt að gera geirvörtusparandi aðgerð eða byggja upp nýja geirvörtu (sem er ekki ,,geirvarta” heldur snúningur og saumaskapur á húð svo hún líkist geirvörtu).

Almennt er lítið vitað um áhrif brjóstauppbyggingar á kynferðislegt næmi eða skyn brjósta þar sem rannsóknir skortir um það efni.

Í rannsókn frá árinu 2010 (Gahm, et al) var meðal annars spurt um þetta atriði hjá 59 konum tveimur árum eftir að þær fóru í fyrirbyggjandi (eða sparandi) brottnám brjósta vegna stökkbreytts Brca gens) og brjóstauppbyggingu með púðum.

Meirihluti kvennanna eða 85% greindu frá því að kynferðislegt næmi í brjóstum væri horfið eða verulega skert.

Þær konur sem töldu brjóstin skipta miklu máli í sínu kynlífi greindu oftar frá minnkaðri kynlífsánægju eftir uppbyggingu brjóstanna.

 

Heimildir:

Gahm, J., Wickman, M. og Brandberg, Y. (2010). Bilateral prophylactic mastectomy in women with inherited risk of breas cancer – Prevalence of pain and discomfort, impact on sexuality, quality of life and feelings of regret two years after surgery. The Breast; 19:462-469.

Lindau, S.T., et al (2011). Breast cancer. Í J.P. Mulhall et al (ritstjórar)(2011). Cancer and Sexual Health, Current Clinical Urology. Humana Press.

Schover, L.R. (2014). Looking good versus feeling good: limitations of breast reconstruction. Sótt af vefsíðunni http://cancer-sexuality.com/2014/04/06/looking-good-versus-feeling-good-limitations-of-breast-reconstruction/

Jarþrúður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á Brjóstamóttöku 10E á Landspítala við Hringbraut fær þakkir fyrir yfirlestur og ráðleggingar.

Hjá konum og körlum getur meðferð krabbameins, hvort sem um er að ræða lyf, geisla eða aðgerðir, haft áhrif á húð og slímhúð líkamans - þar með talið í kynfærum. Slímhúð kynfæra getur orðið aum, viðkvæm og þurr.

Hjá konum getur þetta valdið óþægindum og sársauka við kynmök,sérstaklega við samfarir.

Einnig er konum með leggangaþurrk hættara viðað fá ýmsar bakteríu -og veirusýkingar í leggöng sem þarfnastmeðhöndlunar.

Eðlilegt blóðflæði og hormónabúskapur stuðlar að heilbrigðri slímhúð í leggöngum. 

Þegar blóðflæði í kynfærum dregst saman af einhverjum ástæðum berstminni næring og súrefni til slímhúðarinnar í leggöngum og hættan á þurrki eykst.

Blóðflæði er nátengt slímmyndun í leggöngum því leggangaslím eða raki kemur frá blóði sem síast gegnum slímhúðina en ekki frá kirtlum. Kynferðisleg örvun eykur blóðflæði og þar með slímmyndun (blotnun).

Hormónið estrógen eykur blóðflæði og viðheldur bæði þykkt, raka og teygjanleika í slímhúð legganga.

Það er framleitt í eggjastokkum og í litlum mæli í  nýrnahettum og fylgju.

Þegar estrógenframleiðsla í líkamanum minnkar dregur úr slímmyndun í leggöngum, slímhúðin þynnist og teygjanleiki minnkar.

Þessar breytingar gerast venjulega á löngum tíma eins og við tíðahvörf og eru mis áberandi hjá konum. Við meðferð krabbameins getur þetta hins vegar gerst tiltölulega hratt.

 

Orsakir þurrks í leggöngum

Margt annað en krabbameinsmeðferð getur ýmist orsakað eða ýtt undirþurrk í leggöngum. Þetta þarf að hafa í huga því og skoða því heilsufar í víðu samhengi, ekki eingöngu út frá greiningu og meðferð krabbameins. Þannig fæst skýrari mynd af orsakaþáttum og þar með réttri meðhöndlun.

1. Ýmsir aðrir sjúkdómar svo sem sykursýki, MS-sjúkdómurinn og Sjögrens heilkenni. Ómeðhöndlaðar leggangasýkingar (svo sem sveppasýkingar, bacterial vaginosis eða trichomoniasis vaginalis sýkingar).

Ráð: meðhöndlun sjúkdóma og/eða undirliggjandi einkenna. 

Þegar sveppasýking greinist er hún oftast meðhöndluð með sveppalyfjum á borð við Canesten og Pevaryl sem bæði fást án lyfseðlis í lyfjaverslunum.

Til að draga úr líkum á að fá sveppasýkingu (svo sem þegar tekin eru sýklalyf, eftir tíðir eða eftir samfarir með nýjan rekkjunaut –sæðisvökvi getur breytt sýrustigi legganga og ýtt undir ójafnvægi í sveppaflórunni) er hægt að nota FemiCare eða Vivag hylki sem innihalda mjólkursýrugerla

2.  Minnkuð estrógenframleiðsla  svo sem vegna brottnáms eggjastokka, legslímuflakks (endómetríósu), brjóstagjafa, tíðahvarfa eða vegna aukaverkana geisla-og lyfjameðferðar (andestrógen lyfjagjöf t.d. Tamoxifen og arómatasahemlar t.d.Femar).

Ráð: þegar estrógenmagn líkamans minnkar eins og til dæmis við tíðahvörf velja sumar konur að nota hormóna til að draga úr tíðahvarfaeinkennum.  

Konur sem greinst hafa með hormónaháð krabbamein í brjóstum eða legi er hins vegar ráðlagt frá því að nota töflur og plástra með estrógeni.

Við staðbundna estrógenmeðferð (krem/stílar/leggangainnlegg) berst hinsvegar aðeins örlítið magn estrógena um líkamann og er það ekki talið auka hættu á brjósta-og legkrabbameini. Um þetta síðast nefnda atriði eru þó enn skiptar skoðanir og skal ætíð ráðfæra sig við lækni um hvort slík staðbundin estrógenmeðferð sé ráðleg.

3. Hvað eina sem hefur áhrif á blóðflæði til grindarbotnsins svo sem ýmis lyf (t.d, andhistamín ; ofnæmislyf eða Depo-Provera), skortur á hreyfingu eða háþrýstingur.

Ráð: ráðfæra sig við lækni um aukaverkanir lyfja, hreyfing/líkamsrækt, meðhöndla háþrýsting.

4. Erting í leggöngum vegna kemískra efna í sápum, ilmefnum eða sem finnast í efnum sem notuð eru til að skola leggöngin, notkun túrtappa. Ofnæmi fyrir latex gúmmí í smokkum. Notkun á nærbuxum og sokkabuxum og öðrum fatnaði úr gerfiefnum.

Ráð: hætta notkun sápu og ilmefna á kynfæri og í leggöng (nóg að skola kynfærin vel með vatni), nota dömubindi í stað túrtappa, nota bómull í stað gerfiefna í fatnaði, nota smokka sem gerðir eru úr öðrum efnum en latex svo sem lambsgörn (slíkir smokkar duga sem getnaðarvörn en ekki gagnvart mögulegu HIV-smiti).

5. Áföll, langvarandi álag og/eða þunglyndi.

Ráð: viðeigandi stuðningur, úrvinnsla áfalla og meðhöndlun þunglyndis.

6. Skortur á kynferðislegri örvun eða ófullnægjandi kynlíf (hér er ekki endilega átt við fullnægingarerfiðleika).  

Margar ástæður geta legið að baki kynlífi sem ekki er gefandi svo sem sambandsörðugleikar og andleg vanlíðan af ýmsum toga.

Síðan má ekki gleyma því að flest öll pör í langtíma samböndum ganga í gegnum ýmsar breytingar á kynlífssamskiptumán þess að það þurfi að vera af hinu slæma.

Ráð: viðeigandi stuðningur – ef til vill kynlífsráðgjöf.

Í slíkri ráðgjöf er skoðað á hvern hátt  hægt er að breyta kynlífssamskiptum svo þau verði áfram uppspretta vellíðunar og kynferðislegrar ánægju. 

Það gleymist ótrúlega oft að þótt pör sleppi því að hafa samfarir, vegna óþæginda sem stafa af leggangaþurrk, er vel hægt að faðmast, kela, kyssast og stunda gagnkvæma fróun með ýmsum hætti.

Einnig er hægt að herma eftir samfarahreyfingum án þess að hafa samfarir. 

Þá er setur karlinn liminn á milli læranna/brjóstanna (ráðlagt að nota sleipiefni)og líkir eftir samfarahreyfingum.

Á íslensku vantar orð yfir þessa kynlífsathöfn en á ensku er hún kölluð „outercourse“ í stað„intercourse“ (samfarir).

 

Höfundur: : Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Testosterón

Hverjar eru helstu ástæður testosterón skorts hjá körlum?
Það er aðallega þrennt sem hefur áhrif á framleiðslu og virkni testosteróns; hækkandi aldur, líkamlegir og sálrænir þættir.

Sé litið til hækkandi aldurs þá byrjar magn testosteróns að minnka smám saman eftir tvítugsaldur. Þegar 75 ára aldri er náð eru gildin orðin um það bil helmingi lægri. Þótt of lítið testosterón geti verið bagalegt og valdið ýmsum óþægindum er einnig ljóst að mörgum körlum, sem mælast með lág testosteróngildi, líður ágætlega og hafa lítil sem enginn skortseinkenni.

Líkamlegar ástæður fyrir minnkaðri testosterón framleiðslu eru margar og of langt mál að tíunda í stuttum fræðslupistli. Testosterónskortur er ýmist meðfæddur (svo sem Kleinfelter syndróm) eða áunninn (svo sem vanstarfssemi í kynkirtlum (eistum), missir eista vegna slysa eða aðgerðar, HIV-smit, heiladingulsæxli, lungnateppa, áfengismisnotkun, lifrasjúkdómar, offita, sykursýki af týpu 2, hjartasjúkdómar, stórar skurðaðgerðir eða andrógenbælandi lyfjameðferð). Þar að auki getur óhófleg líkamsrækt og/eða langtíma hjólreiðar geta einnig dregið úr testosterónframleiðslu.

Sálrænar ástæður testosterónskorts eru mýmargar. Má þar nefna langvarandi áhyggjur og/eða álag af ýmsu tagi svo sem atvinnumissir eða óvænt atvinnulok, fjárhagsáhyggjur, sorg eða miklir erfiðleikar í fjölskyldu.

Hver eru helstu merki um mögulegan skort á testosteróni?
Ef magn testosterón fer undir viðmiðunarmörk geta komið fram ýmis merki þess (en vert er að muna að sum þessara einkenna eiga sér líka aðrar eðlilegar ástæður). Í fyrsta lagi verður einstaklingurinn orkulítill og þreytist fljótt. Honum finnst hann kannski vera ólíkur sjálfum sér, er almennt áhugalaus (líka um kynlíf) eða verður gleymnari og pirraðri en venjulega. Risbreytingar láta á sér kræla; næturstinning (morgunstinning) gerist sjaldnar og endurteknar ristruflanir skaprauna honum og maka. Svörun við rislyfjameðferð er stundum undir væntingum eins og áður segir því testosterónskortur dregið úr virkni rislyfja. Sæðisframleiðsla verður minni. Líkaminn tekur breytingum: vöðvastyrkur verður minni, eistu minnka en kviður og brjóst stækka. Ennfremur fá sumir hita-og svitakóf, ekki ólík þeim sem verða hjá konum við tíðahvörf. En því fer fjarri að einstaklingar finni fyrir öllum áðurgreindum einkennum og einkennin eru mismikil milli einstaklinga. Í öllu falli þarf að staðfesta grun um testosterónskort með blóðrannsóknum. Við langvarandi og mikinn testosterónskort getur líkamshárum fækkað, aðallega undir höndum og á kynfærum, eistu verða greinilega minni, aukin hætta er á beinbrotum vegna beinþynningar, sæðisfrumum fækkar og einstaklingum er hættara við blóðleysi og svefntruflunum.

Hvernig er hægt að greina testosterón skort?
Einkennasaga og líkamleg skoðun eru liður í að greiningu en yfirleitt þarf að kanna mögulegan testosterónskort með blóðrannsókn. Í blóði er testósterón að finna á þremur formum. Einn hluti þess er sterkt bundinn flutningspróteininu sex hormone binding globulin (SHBG) og það testosterón er ekki virkt, annar er laust bundinn albúmíni og örlítill þriðji hluti þess er frír. Frítt testósterón og albúmín-bundið testósterón er það sem er nefnt „líffræðilega virkt testósterón„(bioavailable testosterone). Þetta þýðir að aðeins 1-2% testosteróns er frítt í blóði og nýtist fyrir virkni í frumum líkamans. Gildi á líffræðilega virku testosteróni endurspegla því best vanstarfssemi líkamans. Ef SHBG er mjög hátt eða lágt er ráðlegt að mæla virkt testosterón í blóði.

Hvenær er þörf á testosterón lyfjagjöf hjá körlum?
Þegar einstaklingur sýnir klinísk einkenni um vanstarfssemi í kynkirtlum og líffræðilega virkt testosterón mælist undir viðmiðunarmörkum kemur testosterón lyfjagjöf til greina. Testosterón er oftast gefið sem gel eða sprautur. Ekki er hægt að gefa testosterón í töflu formi, þar sem það er gagnslaust vegna niðurbrots strax í lifur.

Hvenær má ekki gefa viðbótar testosterón?
Ef krabbameinsfrumur í blöðruhálskirtli eru til staðar getur viðbótar testosterón ef til vill ýtt undir vöxt krabbameinsins. Hjá körlum, þar sem ekki er hægt að greina í nokkur ár hækkun á gildi PSA (prostate specific antigen) eftir meðferð vegna blöðruhálskirtliskrabbameins, telja margir óhætt að gefa testosterón lyfjagjöf (Morgentaler, A. 2011).

Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Heimildir:
Katz, Anne (2009). Man, cancer and sex. Hygeia Media.
Morgentaler, Abraham (2011). Testosterone therapy in the male cancer patient. Í J.P. Mulhall et al (ritstjórar)(2011). Cancer and Sexual Health, Current Clinical Urology. Humana Press.
Þjónustuhandbók Rannsóknasviðs LSH.

Andrógenar eru hormón sem hafa meðal annars áhrif á æxlunafæri karla.

Helsta andrógen hormónið er testosterón sem er aðal kynhormón karla, enþað er einnig framleitt í litlu mæli í konum. Hjá körlum er um 95% aftestósteróni myndað í eistum en 5% í nýrnahettum.

Hjá körlum gegnirþetta kynhormón veigamiklu hlutverki. Það á meðal annars þátt í aðviðhalda kynhvöt, kynsvörun (risi) og framleiðslu sáðfruma.

Hormóniðeykur einnig vöðvamassa, styrkir bein og örvar framleiðslu blóðfruma.Þetta kynhormón hefur þannig mikið að segja fyrir almenna líðan,sérstaklega hjá körlum.

Er testosterónskortur algengur hjá krabbameinsgreindum einstaklingum?

Þar sem testosterón gegnir ákveðnu hlutverki í sambandi við kynlöngun(eða kynhvöt) er minnkuð kynlöngun algengt kvörtunarefni meðalkrabbameinsgreindra einstaklinga.

Þetta sést hvað skýrast hjá karlmönnum sem eru á andrógenbælandi lyfjameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Í þeim tilvikum er stundum talað um„testosterónháð krabbamein“.

Hjá körlum sem taka andrógenbælandi lyflækka testosterón gildin verulega og kynhvötin dofnar.

Minnkuð kynhvöteða kynlöngun er því eitt af mögulegum aukaverkunum andrógenbælandilyfjameðferðar.

Hvernig tekur karlmaður eftir minni kynlöngun hjá sér vegna andrógenbælandi lyfjameðferðar?

Aðeins um 10% karla halda óbreyttri kynlöngun meðan þeir eru áandrógenbælandi lyfjameðferð.

Hjá þeim sem finna fyrir minnkaðrikynlöngun er einstaklingsbundið að hve miklu leyti það háir þeim.

Fyrirmarga er það ný upplifun því „engin veit hvað átt hefur fyrr en missthefur“.

Kynferðislegur áhugi er miklu minni gagnvart maka, hugsanir afkynferðislegum toga koma sjaldnar upp dags daglega og þar fram eftirgötunum.

Skortur á testosteróni dregur úr framleiðslu sáðfruma svosáðlát minnkar eða hverfur. R

istruflanir geta einnig látið á sér krælaþví skortur á þessu kynhormóni hefur áhrif á vefi í limnum.

f þeimsökum geta fáir karlar á andrógenbælandi lyfjameðferð nýtt sér rislyfþví svörun gagnvart þeim minnkar. Karlmenn á þessari lyfjameðferð hafaþann valkost að nota sprautulyf til að fá ris.

Hvað er hægt að gera þegar karlmenn missa kynhvötina vegna andrógenbælandi lyfja?

Ekki er hægt að gefa önnur lyf til að „lækna“ þessa hvimleiðuaukaverkun.

Eina lækningin eða ráðið er opinn hugur og góð samvinna viðmaka. Maki getur haft frumkvæði að náinni snertingu og kynlífi í meiramæli en áður.

Ef karlmaðurinn er vanur að vera sá sem hefur frumkvæði íkynlífi getur honum litist misvel á að maki ætli að hafa frumkvæði aðmiklu eða öllu leyti.

En það er einmitt það sem átt er við með að bestalækningin sé opinn hugur. Hinsvegar getur maki verið fullkomlega sátturvið hina minnkuðu kynhvöt og bæði litið svo á að þetta sé tímabil semmuni vonandi líða hjá.

Eftir að töku andrógenbælandi lyfja er hætt geturliðið allt að ár þar til fyrri kynlöngun er náð.

Hér skiptir mestu máli að pör ræði málin og finni út hvaða nálgunhenti þeim best.

Það er líka mikilvægt að muna að þótt kynlöngun dofnier vel hægt að grípa til viljans og njóta líkamlegrar snertingar ogkynferðislegrar ánægju með maka.

Getan til að njóta snertingar er ekki horfinn þótt kynhvötin dofni.

Þótt það kunni að hljóma ótrúlega þáfinnst sumum körlum þeir jafnvel aldrei vera eins nánir maka og þega rþau einblína á það sem þau hafa og geta þótt ris sé ekki fyrir hendi.

 

Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Heimildir:

Katz, Anne (2009). Man, cancer and sex. Hygeia Media.

Morgentaler, Abraham (2011). Testosterone therapy in the male cancerpatient. Í J.P. Mulhall et al (ritstjórar)(2011). Cancer and SexualHealth, Current Clinical Urology. Humana Press.

Þjónustuhandbók Rannsóknasviðs LSH.

Ristruflanir

Margvísleg úrræði eru í boði vegna ristruflana svo sem rislyf í töfluformi, sprautulyf og pumpur.

Á þessum vef;  Kynlíf og sjúkdómar, má finna fræðsluefni um önnur úrræði vegna ristruflana svo sem rislyf í töfluformi og sprautulyf.

Íslensk þýðing á rispumpu leiðbeiningum (með leyfi framleiðanda): Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Hægt er að ráða bót á ristruflunum með eða án lyfja.

Í þessum pistli er fjallað stuttlega um notkun sprautulyfja við ristruflunum.

Sprautulyf komu fyrst á markaðinn árið 1983 og ýmsar tegundir hafa litið dagsins ljós síðan.

Helsta sprautulyfið á markaðnum í dag er Caverject (með virka lyfinu Alprostadil eða prostaglandín E1).

Um 60% karla með ristruflanir, þar með talið karlar sem hafa farið í brottnám á blöðruhálskirtli og í geislameðferð, ná fram risi með þessu sprautulyfi.

Hvernig virkar Caverject?

 • Caverject víkkar æðar og eykur þannig blóðflæði sem auðveldar stinningu
 • Sprautað er beint í liminn og stungan á ekki að valda sársauka, notuðer mjög fín nál sem er eins og sykursýkisnálar
 • Nokkur stund mun líða frá inndælingu þar til stinning fæst. Flestir karlmenn sem nota sprautulyf fá ris eftir 5-15 mínútur
 • Flestir þeirra sem nota sprautulyf eru sáttir við að fá um 80% stinningu sem getur varað í um það bil hálftíma
 • Ef notaður er réttur skammtur fæst nægileg stinning til samfara
 • Almennt á stinningin ekki að vara lengur en í eina klst 

Fræðsla er lykilatriði

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi starfar þvagfæraráðgjafi sem kennir rétta notkun sprautulyfja vegna ristruflana en fræðsla er lykilatriði fyrir rétta og örugga notkun.

Þar er farið vandlega yfir réttu skrefin við sprautugjöf, mögulegar aukaverkanir, hvernig finna á ákjósanlega skammtastærð og fleira.

Flestir koma í eitt skipti til að læra að sprauta sig. Byrjað er með minnsta skammt og svo prófar karlmaðurinn sig áfram sjálfur. Sé þetta gert eru minni líkur á að karlmaðurinn fái verki vegna lyfsins.

Kvíði vinnur gegn verkan lyfsins

Ef karlmaðurinn er afslappaður kemur stinning fljótar fram en ef hann er stressaður því adrenalín sem kemur fram við kvíða vinnur gegn sprautulyfinu.

Oft eru karlmenn óöruggir með hvar sé best að stinga í liminn.

Sprautað er í liminn þar sem næmið er minnst.

Hverjar eru helstu aukaverkanir?

Hafi einstaklingurinn lært réttu handtökin við sprautgjöfina og fundið réttu skammtastærðina eru litlar líkur á aukaverkunum.

Ekki er mælt með að notkun sprautulyfja oftar en þrisvar í viku.

Þeir sem eru á blóðþynningarlyfjum ættu að ráðfæra sig við lækninn um hvort sprautuly fhenti.

Sumir karlar sem eru með skaddaðar taugar eftir radíkal prostatektómíu (bæði blöðruhálskirtill og sáðblöðrur fjarlægðar) eða eru með sykursýki geta verið ofurnæmir fyrir prostaglandin.

Þetta getur valdið þeim sársauka, oftast vægum, sérstaklega ef skammtur ef of stór.Slíkur sársauki er því ekki nálinni um að kenna.

Þess vegna er afar mikilvægt að finna réttu skammtastærðina.

Einnigs má geta að ef mjög langt er liðið frá risi fá karlmenn frekar verki.

Marga karlmenn sem nota sprautulyf fýsir að vita hvort það sé ekki algengt að fá sýkingu við að sprauta sig en svo er alls ekki raunin.

Nálin er svo agnarsmá og stungustaðurinn er sprittaður sem hvort tveggja dregur úr sýkingarhættu.

Alvarlegasta aukaverkunin sem getur átt sér stað er sístaða (priapismus) en það er stinning sem varir í lengur en fjórar klukkustundir.

Sístaða veldur súrefnisskorti sem eyðileggur vefreðurgroppunnar. Það getur síðan leitt til þess að framvegis verður ekki hægt að meðhöndla ristruflun, hvorki með sprautugjöf eða töflum.

Tvennt eykur hættu á sístöðu

 • Í fyrsta lagi ef karlmaður fær ekkert ris eftir sprautgjöf og ákveður að sprauta sig aftur
 • Í öðru lagi ef viðkomandi ákveður að auka skammtinn (án þess að ráðfæra sig við lækni) í þeirri von að fá kröftugri stinningu

Ef sístaða verður er ráðlagt að setja strax kaldan klút undir punginn/ganga upp og niður stiga til að flýtafyrir niðurbroti lyfsins í líkamanum.

Ef þetta virkar ekki er ekki annað að gera en að leita strax á bráðamóttöku.

 

Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Heimild: Mulhall, John P. (2010): kafli 10. Penile Injections. Íbókinni Saving your sex life – a guide for men with prostate cancer,C-I-ACT Publishing: Potomac, Maryland.

Ýmis lyf ráða bót á ristruflunum. Rislyf í formi sprautulyfja, æðavíkkandi lyfi er sprautað beint í svampvef (reðurgroppu), hafa verið notuð síðan 1983.

Hérlendis er Caverject (Alprostadil) notað. Þetta lyf hefur færri aukaverkanir en önnur sprautulyf svo sem sístinningu (priapism) og örvefsmyndun (fibrosis) sem getur leitt til frekari ristruflana.

Caverject inniheldur hins vegar prostaglandin E1 sem getur valdið sársauka ef skammturinn er of stór, sérstaklega hjá körlum þar sem taugar í reðurgroppu hafa orðið fyrir hnjaski. Þá er limurinn ofurnæmur fyrir prostaglandíni. Þetta getur til dæmis gerst hjá körlum sem hafa farið í radíkal prostatektómíu (bæði blöðruhálskirtill og sáðblöðrur fjarlægðar) eða eru með sykursýki.

Vegna hættu á sársauka, hafi taugar í reðurgroppu laskast, er því lykilatriði að finna hentuga skammtastærð þegar sprautulyf eru annarsvegar. Þetta þýðir að stundum þarf að fá endurteknar leiðbeiningar um hvernig best sé að haga sprautunotkun og skammtastærð.

Á göngudeild þvagfæra; 11A á Landspítala er veitt sérhæfð göngudeildarþjónustu við sjúklinga utan sem innan spítala. Þar er hægt að fá ráðgjöf um rétta notkun sprautlyfja.


Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur


Heimild: Mulhall, John P. (2010): Saving your sex life – a guide for men with prostate cancer, C-I-ACT Publishing: Potomac, Maryland.

 

 

 


Stóma og kynlíf

Aragrúi er til af góðu fræðsluefni um kynlíf og sjúkdóma ætlað sjúklingum.

Hér er til dæmis bæklingur á ensku um stóma og kynlíf

Ýmis úrræði

Í kynlífsráðgjöfinni á Landspítalanum spyrja konur oft um hvaða sleipiefni sé ráðlegt að nota til að draga úr óþægindum við samfarir til dæmis vegna leggangaþurrks.

Fyrst er hægt að skoða hvaða efni eru ekki góð sleipiefni.

 •  Olíur eru ekki góð sleipiefni

Ekki er mælt með því að nota olíur sem sleipiefni, hvorki jurtaolíur, barnaolíu, handáburð eða fituleysanleg smyrsl svo sem vaselín.

Olíur og vaselín er torvelt að hreinsa af slímhúð og eru möguleg gróðrastía fyrir bakteríur og sveppi.

Vaselín ætti fyrst og fremst að nota til að vernda húð.

Einnig er óráðlegt að nota vaselín með latex gúmmí smokkum því það eyðileggur smokkinn með því að gera örlítil göt í gúmmíið.

Ef elskendur vilja hins vegar prófa að nota olíur sem sleipiefni er kókosolía skást því húðin drekkur þá olíu auðveldast í sig.

 • Sleipiefni með aukaefnum eru óráðleg

Sé slímhúð legganga viðkvæm eða þurr er yfirleitt ráðlegt að forðast öll sleipiefni sem sögð eru “auka næmi“ eða vera „örvandi“.

Þessi sleipiefni innihalda iðulega efni sem eru ertandi og/eða valda sviða svo sem capsaicin, mentolblöndur, acacia hunang eða mikið magn glyceríns (sem m.a. er hitagefandi) en sem getur aukið líkur á sveppasýkingu.

Oft eru auglýst sleipiefni sem sögð eru hafa deyfandi áhrif en líta má á sársauka sem nauðsynlegan leiðarvísi fyrir eigið heilbrigði.

 • Öll sleipiefni sem hafa deyfandi áhrif eru því óráðleg sé slímhúð legganga viðkvæm fyrir

Ennfremur innihalda slík staðdeyfilyf sem deyfa eigin kynfæri sem og bólfélagans.

Minnkað næmi í kynfærum er ekki kynferðislega örvandi.

Þrátt fyrir að vera auglýst sem sleipiefni eða krem til að “endast lengur“ eru til önnur og skemmtilegri ráð til að njóta lengur samfara, sáðláts og fullnægingar.

Eftirfarandi efni eru sleipiefni sem frekar er mælt með

Vatnsleysanleg sleipiefni og silikon sleipiefni

Til eru tvenns konar sleipiefni sem hægt er að nota til að auðvelda samfarir og draga úr eymslum vegna núnings; vatnsleysanleg sleipiefni með eða án glyceríns og sleipiefni með silikoni.

Báðar gerðir má nota með latex gúmmísmokkum.

Sleipiefni með glyceríni eru til dæmis K-Y smyrsl, Astroglide og Aloe Gel. K-Y smyrsl var upphaflega framleitt til notkunar í læknisfræðilegum tilgangi, til að auðvelda líkamsskoðun. K-Y smyrsl hefur mikið verið notað sem sleipiefni við samfarir en þornar tiltölulega fljótt og verður stundum klístrugt sem er ákveðinn annmarki fyrir elskendur.

Stundum er hægt að kalla fram eiginleika vatnsleysilegra sleipiefna á ný með því að setja smávegis af vatni eða munnvatni á slímhúðina.

Sleipiefni með glyceríni henta síður konum sem eru gjarnar að fá sveppasýkingar eða eru með sykursýki. Þeim er ráðlagt að nota frekar sleipiefni án glyceríns.

Sleipiefni án glyceríns eru til dæmis Liquid Silk, Slipperry Stuff og Pleasure Glide, Sliquid Organics Natural eða Silk og Maximus.

Þessi sleipiefni fást ekki hérlendis (þegar þetta er skrifað) en þau má panta á netinu.

Sleipiefni með silikoni endast lengur og haldast betur á húðinni þar sem þau innihalda ekkert vatn.

Það er líka kostur að þau má nota í baði eða sturtu. iLube, System JO, Eros og Wet platinum, Pink og ID millenium eru heiti á nokkrum þeirra.

Sum þessara silikon sleipiefna fást í hjálpartækjaverslunum hérlendis.

Hafa ber í huga að silikon sleipiefni mega ekki komast í snertingu við kynlífshjálpartæki úr silikoni eða svonefndt„cyberskin“ því silikon eyðileggur yfirborð hjálpartækjanna.

Hver er munur á rakagefandi efnum og sleipiefnum?

Nokkurs misskilnings gætir í notkun hugtaksins „sleipiefni“, bæði meðal leikra og lærðra.

Sumt sem nefnt er sleipiefni er það ekki.

Til eru bæði rakagefandi efni (vaginal moisturizers) og sleipiefni (lubricants).

Rakagefandi efnum er ekki ætlað að vera sleipiefni fyrir samfarir heldur auka rakamyndun í leggöngum.

Aukin raki getur að sjálfssögðu auðveldað samfarir en rakagefandi efni eru ekki eiginleg sleipiefni. Sleipiefnum er hinsvegar ætlað að draga úr óþægindum vegna núnings við samfarir.

En að því sögðu eru nýlega komin fram á sjónarsviðið nýlegri sleipiefni sem eru rakagefandi og/eða loka raka inni á slímhúðinni.

Rakagefandi efni eru til án hormóna, til dæmis Replens, (langverkandi rakagefandi gel) eða með hormónum.

Skiptar skoðanir eru núna uppi um ágæti þess að nota Replens vegna þess að það inniheldur steinefnaolíu (mineral oil) en notkun hennar í ýmsum vörum hefur verið bendluð við myndun góðkynja húðæxla.

Staðbundin meðferð í leggöngum með estrogen hormóni við aumri og þunnri slímhúð hefur meðal annars rakagefandi áhrif. Má þar nefna Ovestin (krem/stílar), Vagifem (stílar) og Estring (skeiðarinnlegg).

 

Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur


Nokkurs misskilnings gætir í notkun hugtaksins „sleipiefni“, bæði meðal leikra og lærðra. Sumt sem nefnt er sleipiefni er það ekki.

Til eru bæði rakagefandi efni (vaginal moisturizers) og sleipiefni (lubricants).

Rakagefandi efnum er ekki ætlað að vera sleipiefni fyrir samfarir heldur auka rakamyndun í leggöngum.

Aukin raki getur að sjálfssögðu auðveldað samfarir en rakagefandi efni eru ekki eiginleg sleipiefni.

Sleipiefnum er hinsvegar ætlað að draga úr óþægindum vegna núnings við samfarir. En að því sögðu eru nýlega komin fram á sjónarsviðið nýlegri sleipiefni sem eru rakagefandi og/eða loka raka inni á slímhúðinni.

Rakagefandi efni eru til án hormóna, til dæmis Replens, (langverkandi rakagefandi gel) eða með hormónum.

Skiptar skoðanir eru núna uppi um ágæti þess að nota Replens vegna þess að það inniheldur steinefnaolíu (mineral oil) en notkun hennar í ýmsum vörum hefur verið bendluð við myndun góðkynja húðæxla.

Staðbundin meðferð í leggöngum með estrogen hormóni við aumri og þunnri slímhúð hefur meðal annars rakagefandi áhrif. Má þar nefna Ovestin (krem/stílar), Vagifem (stílar) og Estring (skeiðarinnlegg).

 

Höfundur: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar-og kynfræðingur

Hjálpartæki þykja sjálfssögð fyrir daglegar athafnir.

Kynlíf og náin samskipti eru ein mikilvæg uppspretta lífsgæða.

Hér er einn bæklingur á ensku um hjálpartæki í kynlífi.

Hann er gagnlegur fyrir einstaklinga með hreyfihömlun og einnig heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fræðslu og ráðgjöf.

Smellið hér: PleasureAble_bæklingur

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?