Leit
Loka

Hagnýtar upplýsingar

Orsakir svefnvanda barna eru oftast margþættar og misjafnt hvort þær séu sýnilegar (greinanlegar) eða ekki.

Oft eru ákveðin persónueinkenni sem geta einkennt börnin.

Börn sem eru:

  • Auðtrufluð
  • Mjög hreyfivirk eða
  • Þurfa langa aðlögun eru í heldur meiri hættu á að sofa illa, sérstaklega á ákveðnum aldri

Svefnvandi er nefnilega einnig aldurstengdur (tengdur ákveðnum þroska).

Álag ýmiss konar bæði hjá börnum og hjá foreldrum þeirra og fjölskyldu getur líka haft áhrif.

Einkenni eru stundum aldurstengd.

  • Nýburar gráta oft mikið og þá er talað um grátvanda
  • Þegar þeir eldast fara tíðar næturvaknanir að vera meira einkennandi
  • Oft er erfitt að fá leikskólabörn til að fara að sofa
  • Slæmir draumar koma oft fram á þeim aldri líka
  • Hjá skólakrökkum eru einkennin oftast að eiga erfitt með að sofna og sofa einn

Einkenni eru þó alltaf einstaklingsbundin og oft margþætt hjá einu og sama barninu.

  • Meðferð er alltaf einstaklingsbundin
  • Hún er fólgin í fræðslu, ráðgjöf og hvatningu til foreldra og barns
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?