Leit
Loka
Dagur öldrunarþjónustu 26. októberHrumleiki - Frumleiki / Skráning stendur yfir

Öldrunarlækningadeildir

Markmið öldrunarlækningadeilda er að veita greiningu, meðferð og endurhæfingu öldruðum sem þjást af margs konar sjúkdómum. Miðstöð almennra öldrunarlækninga er á Landakoti en deildir eru einnig í Fossvogi og á Vífilsstöðum.

Banner mynd fyrir Öldrunarlækningadeildir

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga.

Öldrunarlækningadeildir Landakoti - mynd

Hér erum við

Landakot

Öldrunarlækningadeildir

Sýna allt
Á deildinni fer fram greining, meðferð eftirlit og endurhæfing, hjá einstaklingum 67 ára og eldri sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni.
Auk þess er sjúklingum og aðstandendum þeirra veitt ráðgjöf og upplýsingar.

Það þarf tilvísun læknis til að komast í viðeigandi meðferðarúrræði á dag- og göngudeild.
 

Dag- og göngudeild öldrunarlækninga

Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð bráðra sjúkdóma hjá öldruðum. Oft er í bakgrunninn hrumleiki, færniskerðing eða öldrunarheilkenni sem ný veikindi bætast við.

Bráðaöldrunarlækningadeild B4

Aðsetur 1. hæð K-álma Landakoti.

Símanúmer: 543 9915 og 543 9863

Heimsóknartími: Fólk er velkomið í heimsókn hvenær dags sem er, en heppilegasti tíminn er milli kl. 15:00-20:00

Hjúkrunardeildarstjóri er Borghildur Árnadóttir borgharn@landspitali.is

Læknar eru Ólafur Samúelsson olafs@landspitali.is og Sigurbjörn Björnsson sigbb@landspitali.is sérfræðingar í lyf og öldrunarlækningum

Öldrunarlækningadeild K-1 er 20 rúma deild er skiptist í meðferðar-og endurhæfingardeild annars vegar og lungnadeild hins vegar.

Meginstarf deildarinnar er meðferð og endurhæfing aldraðra.

Markmiðið er að auka hæfni einstaklingsins til þess að takast á við athafnir daglegs lífs og /eða auka líkamlega, andlega og félagslega færni þeirra.

Lögð er áhersla á að fá góða yfirsýn yfir aðstæður hvers og eins, og reynt er að leita úrlausna í samvinnu við þá sem í hlut eiga. Þurfi sjúklingurinn aðstoð eftir að heim er komið, s.s. heimahjúkrun eða heimilishjálp er hún skipulögð fyrir útskrift af starfsfólki deildarinnar.

Margir sjúklingar þurfa að gangast undir rannsóknir og meðferð á öðrum deildum Landspítala í Fossvogi eða á Hringbraut. Ferðir þangað eru á vegum deildarinnar.

Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.

 

Dagbók sjúklings á öldrunarlækningadeild K1

Aðsetur: 2. hæð K-álma Landakoti.

Símanúmer: 543 9815

Heimsóknartími: Fólk er velkomið í heimsókn hvenær dags sem er en heppilegasti tíminn er milli kl. 15:00 og 20:00 

Hjúkrunardeildarstjóri er Jóhanna Friðriksdóttir  johannaf@landspitali.is
Læknar eru Þorkell Elí Guðmundsson thorkell@landspitali.is og Anna Björg Jónsdóttir annabjon@landspitali.is, sérfræðingar í öldrunarlækningum.

K2 öldrunarlækningadeild er 20 rúma meðferðar- og endurhæfingardeild.  Þangað koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps, félagslegs vanda eða frá bráðadeildum LSH og þurfa mat, greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu eftir að bráðveikindum hefur verið bægt frá.

Á deildinni er unnið samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun sem þýðir að einn ákveðinn hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði eru ábyrgir fyrir hjúkrun hvers sjúklings.

Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum.

 

Dagbók sjúklings á öldrunarlækningadeild K2 á Landakoti

 

Aðsetur: Landakot, L-álma 2. hæð
Sími: 543 9450

Heimsóknartími:  Á öllum tímum en besti tími til heimsókna á Landspítala er frá kl. 15:00 til 20:00.

Hjúkrunardeildarstjóri:  Helga Atladóttir helgaat@landspitali.is 
Sérfræðilæknir: Konstantín Shcherbak 

Útskriftardeild sem byggir á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á 2-4 vikum frá innlögn á deildina.

Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs. Þess vegna er hvatt til sjálfshjálpar og þátttöku í daglegum athöfnum og máltíðum. Dagleg viðfangsefni eru lækning, hjúkrun, félagsráðgjöf og sjúkra- og iðjuþjálfun.

Megináhersla er lögð á heildrænt mat á einstaklingi; mat á sjúkdómum, aldursbreytingum, félagslegum aðstæðum, lyfjameðferð, líkamlegri og andlegri færni og þverfaglegum vinnubrögðum. Einstaklingar taka ábyrgð á þjálfun sinni og stýra gönguferðum á deildinni ásamt þeim æfingum sem þeim hefur verið settar fyrir af þjálfurum þeirra. 

Fjölskyldufundir eru haldnir eftir þörfum. Lögð er áhersla á gott samstarf við aðstandendur og eru þeir hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing um meðferð sjúklingsins og líðan.

Við útskrift fær viðkomandi skriflegar ráðleggingar, yfirfarinn lyfjalista og upplýsingar um áframhaldandi þjálfun og eftirlit.

Þjónusta og afþreying

 • Morgunverður er kl. 8:30 og er sameiginlegur á dagstofu deildarinnar á föstum tímum. Morgunmatur er í formi hlaðborðs og æskilegt er að hver og einn reyni eftir. bestu getu að vera sjálfbjarga með að fá sér morgunmatinn.
 • Hádegisverður er á matarbökkum um kl.12:00.
 • Síðdegiskaffi er um kl. 15:00.
 • Kvöldverður er borinn fram á matarbökkum kl. 17:45.
 • Kvöldkaffi er kl. 20:00.
 • Sjálfsalar eru í kjallara á Landakoti.

Þjónusta ýmissa fagaðila á deildinni

 • Sérfræðilæknir í öldrunarlækningum er á deildinni ásamt deildarlækni. 
 • Hjúkrunarfræðingar vinna samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun. 
 • Sjúkraliðar og almennt starfsfólk annast umönnun.
 • Sjúkraþjálfari veitir einstaklingshæfða þjálfun auk ráðgjafar varðandi þjálfun sem hver getur gert sjálfur. Hann metur einnig þörf fyrir hjálpartæki.
 • Iðjuþjálfi metur færni allra sjúklinga og fá þeir meðferð eftir þörfum. Hann fer í heimilisathugun ef með þarf, metur aðstæður og kannar þörf fyrir breytingar og hjálpartæki.
 • Félagsráðgjafi veitir upplýsingar um félagsleg réttindi, stuðningsviðtöl og úrræði þegar heim er komið.
 • Sálfræðingur, næringarfræðingur og sjúkrahúsprestur eru á Landakoti og koma eftir þörfum eða óskum sjúklinga.
 • Tannlæknaþjónusta er í boði á Landakoti en sjúklingar þurfa að greiða fyrir hana sjálfir.
 • Hárgreiðsla og fótsnyrting er í boði á Landakoti en sjúklingar þurfa að greiða fyrir þá þjónustu.

Aðsetur: 3. hæð L álma Landspítala Landakoti
Heimsóknartími er frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl. 15:00 og 20:00 
Sími: 543 9880

Hjúkrunardeildarstjóri er Hildur Guðrún Elíasdóttir  hildurge@landspitali.is
Sérfræðilæknir er Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir

Öldrunarlækningadeild F, L3 er fimm daga endurhæfingardeild fyrir aldraða. Á deildina koma aldraðir af biðlista úr heimahúsi eða af öðrum deildum Landspítala til endurhæfingar, greiningar og meðferðar vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps eða félagslegs vanda. Deildin opnar kl. 8 á mánudögum og lokar kl.16 á föstudögum. Deildin er lokuð alla helgidaga. 

Á deildinni starfa: Hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar og aðstoðarfólk.

Upplýsingar fyrir sjúklinga

Dagbók sjúklings á öldrunarlækningadeild L3 á Landakoti

 

Aðsetur: 4. hæð L álma Landspítala Landakoti.
Sími: 543 9886

Heimsóknartími:  Frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl 15:00 og 17:00

Hjúkrunardeildarstjóri er  Þóra Gunnarsdóttir thogunna@landspitali.is 
Sérfræðilæknar eru Jón Snædal yfirlæknir og Björn Einarsson aðstoðaryfirlæknir

Öldrunarlækningadeild C, L4 á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild opin sjö daga vikunnar.

Starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með heilabilunarsjúkdóma. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun.

Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni.

Í samvinnu við einstaklinga og aðstandendur er leitað lausna sem hæfa hverjum og einum. 

Á deildinni starfa: Hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar og aðstoðarfólk.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?