Öldrunardeild Vífilsstöðum H
Tekið er á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða eftir flutningi á hjúkrunarheimili
Borghildur Árnadóttir
borgharn@landspitali.is
Hafðu samband

Hér erum við
Vífilsstaðir- 1. hæð, 2. hæð og 3. hæð
Hagnýtar upplýsingar
Á Vífilsstöðum er öldrunardeild fyrir 42 sjúklinga á þremur hæðum.
Stofnað var til hennar með flutningi á 18 rúma öldrunardeild L2 á Landakoti þangað í nóvember 2013.
Bein símanúmer eru:
1. hæð 825-5839 og 543-9273
2. hæð 825-9398 og 543-9274
3. hæð 825-9391 og 543-9278
Á deildinni dvelja sjúklingar sem hafa lokið meðferð á Landspítala og eru með gilt færni- og heilsumat en bíða flutnings á hjúkrunarheimili.
Læknar eru:
sem báðir eru sérfræðingar í öldrunarlækningum.
LSH er sjúkrahús sem sinnir tímabundnum verkefnum sem innifela greiningu, meðferð og endurhæfingu.
Þegar meðferð lýkur er mikilvægt að einstaklingur útskrifist heim eða á annað viðeigandi þjónustustig til þess að sjúkrahúsið geti rækt hlutverk sitt gagnvart samfélaginu.
Í einstökum tilvikum getur fólk ekki útskrifast þegar meðferðarmarkmiði er náð og þarf því að bíða framhaldsúrræðis.
Þeir sem eiga gilt færni- og heilsumat og bíða varanlegrar vistunar á hjúkrunarheimili þurfa annars vegar að búa sig undir að flytjast á hjúkrunardeild á Vífilsstöðum eða mögulega í laust pláss á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu.
Um val á hjúkrunarheimili
Þegar einstaklingur leggur fram óskir um hjúkrunarheimili er mikilvægt að hann og fjölskylda hans kynni sér vel þá valkosti sem bjóðast.
Hvatt er til þess að fólk óski eftir að minnsta kosti fjórum stöðum enda flýtir það fyrir flutningsferli sem aftur dregur úr þeim óþægindum sem fylgja því að bíða á sjúkrahúsi og opnar rými fyrir þá sem þurfa að leggjast
brátt inn á sjúkrahúsið.
Flutningur á hjúkrunarheimili
Þegar hjúkrunarrými opnast gerist það hratt og þá þarf að flytja af sjúkrahúsinu innan mjög fárra daga.
Þegar einstaklingi á LSH býðst pláss á hjúkrunarheimili sem viðkomandi hefur óskað eftir er það skilningur starfsfólks LSH að hann þiggi alltaf plássið þrátt fyrir að um fjölbýli sé að ræða.
Viðkomandi getur ekki beðið á sjúkrahúsinu eftir einbýli enda taka mörg hjúkrunarheimili nýja íbúa fyrst inn í fjölbýli með möguleika á flutningi í einbýli síðar meir.
Ef fólk hefur séróskir um fáa staði og sértæk úrræði er rétt fyrir fólk að útskrifast af LSH og bíða heima eftir slíkri lausn.
Félagsráðgjafar LSH og fulltrúar útskriftarteymis eru boðnir og búnir til þess að veita ráðgjöf og stuðning gagnvart þessum mikilvægu málum.
Leita má til félagsráðgjafa eða fulltrúa útskriftarteymis þeirrar deildar sem umsækjandi dvelur á.
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar