Leit
Loka

Göngudeild lyflækninga A3/E3

Göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis-, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu.

Deildarstjóri

Geirný Ómarsdóttir

geirnyo@lsh.is
Banner mynd fyrir Göngudeild lyflækninga A3/E3

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Dag- og göngudeldir lyflækningasviðs - mynd

Hér erum við

Landspítala Fossvogi - 3. hæð A-álmu

Hagnýtar upplýsingar

Á göngudeildina koma sjúklingar í viðtal og eftirlit til lækna, hjúkrunarfræðinga eða annars fagfólks vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis-, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu, í reglulegt eftirlit vegna langvarandi eða alvarlegra sjúkdóma og í ýmsar rannsóknir og meðferð.

Að starfseminni koma læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfari, næringarfræðingur/ráðgjafi, ritarar og skrifstofumenn.

Ritarar deildarinnar eru:

Auður Sveinborg Bett
Bjarnrún Júlíusdóttir
Guðrún Gísladóttir
María Helgudóttir
Margréti Ásgeirsdóttir

 • Göngudeild gigtsjúkdóma
 • Göngudeild innkirtla og sykursýkis
 • Göngudeild lungnasjúkdóma
 • Göngudeild ofnæmissjúkdóma
 • Göngudeild smitsjúkdóma
 • Gönudeild deildarlækna lyflækningasviðs

Samanstendur af nokkrum einingum sem eru

• Lungnarannsóknastofa
• Sérhæfð lungnagöngudeild
• Sérfræðimóttaka
• Speglun öndunarfæra
• Súrefnisþjónusta
• Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga

Beiðni um viðtal við lungnasérfræðing verður að berast til viðkomandi læknis eða til sérgreinaritara.

Starfsfólk

Læknar

 • Dóra Lúðvíksdóttir
 • Gunnar Guðmundsson
 • Hrönn Harðardóttir
 • Inga Sif Ólafsdóttir
 • Ólafur Baldursson
 • Óskar Einarsson
 • Sif Hansdóttir
 • Sigríður Ólína Haraldsdóttir
 • Steinn Jónsson
 • Unnur Steina Björnsdóttir
 • Þórarinn Gíslason

Hjúkrunarfræðingar

 • Sigríður Erla Sigurðardóttir - teymisstjóri lungnalækninga

Lungnarannsóknarstofa

Á lungnarannsóknarstofu eru lífeðlisfræðilegar rannsóknir til greiningar á lungnasjúkdómum. Helstu rannsóknir eru fráblástursmæling, mæling á lungnarúmmáli með þrýstingsaðferð og þynningaraðferð og loftskiptapróf. Þar eru einnig áreynslupróf vegna mæði sem eru gerð með öndunarmælingu, súrefnisupptöku og nefspeglun. Lungnarannsóknarstofan hefur samstarf við margar ólíkar sérgreinar á Landspítala til að fylgjast með áhrifum margvíslegrar lyfjameðferðar á lungnastarfsemi.

Þegar myndavélin í farsímanum er borin að QR-kóðanum hér fyrir neðan eða QR-smáforrit opnast myndskeið þar sem er ítarlega fjallað um rannsóknirnar í máli og myndum.

Starfsfólk

Hjúkrunarfræðingur:

 •  Kristín Bára Jörundsdóttir

Sjúkraliði:

 • Oddný Fjóla Lárusdóttir

Náttúrufræðingur:

 • Aðalbjörg Sigurðardóttir 

Sérhæfð lungnagöngudeild

Deildin er ætluð sjúklingum með sjaldgæfa lungnasjúkdóma sem þarfnast mjög sértækrar meðferðar.

Sérfræðimótttaka

Deildin er ætluð sjúklingum með lungnaeinkenni sem þarfnast bráðrar greiningar. Móttökunni er aðallega ætlað að vera þjónusta við sjúklinga sem leita á bráðadeild og þarfnast ekki innlagnar en skjótrar aðkomu lungnasérfræðings.

Speglun öndunarfæra

Mikill meirihluti berkjuspeglana á Landspítala er í speglunaraðstöðu á A3 í Fossvogi eða á röntgendeild ef skyggniaðstoðar er þörf. Speglanir eru einnig á gjörgæsludeildum og í minna mæli á speglunardeild á Landspítala Hringbraut. Á göngudeildinni á A3 eru önnur lungnainngrip eins og ástunga á fleiðruvökva, lokuð fleiðrusýnataka og ísetning leggja vegna loftbrjósts. Sjúklingar sem fara í lungnaástungu í tölvusneiðmyndatæki eru einnig vaktaðir á deildinni.

Súrefnisþjónusta Landspítala

Við afhendingu súrefnis veitir hjúkrunarfræðingur einstaklingum og aðstandendum hans eftirlit og fræðslu um notkun og umgengni við súrefni símleiðis í flestum tilfellum. Einstaklingar geta alltaf leitað til þeirra hjúkrunarfræðinga ef eitthvað kemur uppá.

Hjúkrunarfræðingar:

 • Rósa Karlsdóttir
 • Stella S. Kemp Hrafnkelsdóttir

Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga

Um þjónustuna sjá:

 • Bryndís S. Halldórsdóttir
 • Karin Kristina Sandberg
 • K. Sigríður Sveinsdóttir
 • Þ. Sóley Ingadóttir

Hjúkrunarþjónusta fyrir langveika lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra var sett á stofn á haustmánuðum 2005 á göngudeild A3 á Landspítalanum (LSH) í Fossvogi. Þjónustan er hluti af fjölbreyttri starfsemi göngudeildarinnar.

Nú eru starfandi 5 hjúkrunarfræðingar sem mynda einskonar teymi um þjónustu við langveika lungnasjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Byggt er á þverfaglegri samvinnu við lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, næringarráðgjafa, félagsráðgjafa og fleiri fagaðila. Hjúkrunarfræðingar teymisins hafa innbyrðis sérhæfingu sem lýtur að stuðningi við sjúklinga og fjölskyldur, aðstoð til reykleysis og þjónustu við öndunarvéla- og súrefnisþega.

Samskipti við sjúklinga og fjölskyldur fara fram með heimavitjunum, komum á göngudeild og símaviðtölum.

Heilbrigðisstarfsmenn sem fyrst og fremst vísa til þjónustunnar eru lungnasérfræðingar og hjúkrunarfræðingar á lungnadeild og öðrum deildum LSH og í vaxandi mæli starfsfólk heilsugæslunnar og annarra stofnanna. Nýjung í þjónustu lungnahjúkrunarfræðinga göngudeildar er ráðgjöf fyrir lungnasjúklinga og aðstandenda þeirra.

Hægt er að hringja virka daga í síma 543-6040 og biðja um símaviðtal og hringt verður í viðkomandi samdægurs.

Hugmyndafræðilegur rammi þjónustunnar er byggður á rannsókna- og þróunnarvinnu undanfarinna ára. Markmið hjúkrunarþjónustunnar eru margþætt og lúta bæði að forvörnum og ráðgjöf til sjúklinga sem eru með sjúkdóminn á byrjunarstigi og að því að styðja við sjúklinga og fjölskyldur þeirra sem eru með langt gengna lungnasjúkdóma. 

Mikilvægi þess að miða þjónustuna við sjúklinginn og fjölskylduna byggir á þeim viðhorfum að langvinn veikindi hafi áhrif á alla fjölskylduna. Með því að auka stuðning og fræðslu í gegnum markvissar samræður er hægt að bæta líðan í fjölskyldum.

Meginmarkmiðin eru að auka og/eða viðhalda lífsgæðum, að efla getu sjúklinga til að halda meðferð, að hindra framgang sjúkdómsins og að sjúklingar og aðstandendur þekki einkenni versnunar og leiti aðstoðar tímanlega.

Samskipti við sjúklinga og fjölskyldur byggja á Samræðum. Samræðurnar leggja grunn að áframhaldandi samvinnu og samskiptum. Þá gefst tækifæri til að skapa vettvang fyrir tjáningu og vinnu með þá þætti sem fólki eru efst í huga. Í slíkum samskiptum er grundvallaratriði að mynda traust og bera virðingu fyrir því sem er, laða fram skilning á einstaklingsbundnum þörfum og viðeigandi úrræðum byggt á styrkleikum og sérstöðu hverrar og einnar fjölskyldu.

Leitast er við að efla þátttöku fjölskyldunnar í sjúkdómsferlinu þannig að aðstandendur geti einnig leitað til göngudeildarinnar og fengið stuðning. Eitt af grundvallaratriðum þjónustunnar er að veita aðstoð við að lifa með einkennum sjúkdóms. Á seinni stigum langvinnra lungnasjúkdóma getur verið mjög erfitt að lifa með einkennum sjúkdómsins og sjúklingarnir dvelja í slíkum aðstæðum oft svo árum skiptir. Það er helst glíman við mæði og andþyngsli, geðræn einkenni, einkum kvíða og þunglyndi. Afleiðing þessa ástands er oft vítahringur sem erfitt getur verið fyrir viðkomandi að rjúfa á eigin spýtur.

Einkennin koma oft hægt og rólega á löngum tíma, fólk aðlagast smám saman verra og verra heilsufari og svo kemur að því að daglegar athafnir eru orðnar óviðráðanlegar. Oftar en ekki á hinn sjúki erfitt með að gera sínu daglega umhverfi, fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki, grein fyrir þessu og ber því oft við að fá ekki nægilegan skilning.

Mikilvægur þáttur í að stjórna einkennum er að vinna með áhættuþætti, m.a. reykingar, næringu og getu til að nota lyfin rétt, og hvernig viðhalda megi heilbrigði með hollri hreyfingu. Þetta eru allt þættir sem unnir eru í takt við alþjóðaleiðbeiningar um hjúkrun og meðferð við langvinnum lungnasjúkdómum.
Samvinna um meðferð einkenna og viðbragða við versnandi heilsufari er eftir þörfum hverju sinni við sérfræðilækni sjúklings og hjúkrunarfræðinga legudeilda, súrefnis- og öndunarvélaþjónustu, hjúkrunarfræðing reykleysismiðstöðvar og aðra mikilvæga fagaðila innan og utan Landspítalans. Þannig að í hverju tilviki fyrir sig er leitað bestu leiða sem völ er á til að viðkomandi geti lifað farsællega þrátt fyrir sjúkdóminn. Í langvinnum veikindum er framtak oft skert og er því nauðsynlegt að veita leiðsögn og benda á úrræði og auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Þjónusta við öndunarvélahafa á Landspítala

Þeir sem nota s.k. svefnöndunartæki (CPAP, BiPAP, VPAP) og heimaöndunarvélar (Elisée,) leita til hjúkrunarfræðinga á göngudeild svefnrannsókna LSH um endunýjun búnaðar og reglubundið eftirlit. Í þeim tilfellum sem um er að ræða sjúklinga sem ekki geta komið á göngudeild eða eru með flókna sjúkdómsmynd fá þeir hjúkrunarþjónustu frá göngudeild fyrir langveika lungnasjúklinga.

Tæki og búnaður vegna súrefnismeðferðar heima

Flestir sem nota súrefni eru með súrefnissíu. Það er rafknúið tæki sem tekur til sín andrúmsloft og síar úr því súrefni sem er svo leitt í slöngu til súrefnishafans.
Þetta er ódýrasti kosturinn ef um er að ræða langtímameðferð. Þetta er líka nokkuð öruggt þar sem sían geymir ekki súrefni inn á sér þegar slökkt er á vélinni. Slangan sem tengist við síuna getur verið allt að 15 m löng og er því hægt að staðsetja vélina á einum stað í íbúðinni.

Sían gengur fyrir rafmagni þannig að rafmagnsreikningurinn hækkar. Hægt er að sækja um uppbót á lífeyri vegna aukins rafmagnskostnaðar til TR. Flestir súrefnisþegar fá einnig ferðabúnað til að nota þegar þeir dvelja utan heimilis.

 

ónæmissjúkdóma hjá börnum og fullorðnum. Við deildina starfa fjórir læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og einn sjúkraliði. Einnig koma að deildinni sérfræðingar í ónæmislækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum og húðsjúkdómalæknar eftir þörfum. Næringarfræðingur starfar einnig í tengslum við deildina.

Gerð eru húðpróf, blásturspróf, berkjuauðertnipróf með metacholin sem og fjölbreytt þolpróf til að greina lyfja- eða fæðuofnæmi eða óþol. Á deildinni er gefið lyf undir húð eða í æð í sérstökum tilfellum. Einnig eru þar svokölluð epicutanpróf og berklapróf.

Hægt er að panta tíma beint hjá barnalæknum en tilvísun þarf ef óskað er eftir mati eða komu til sérfræðings í ofnæmissjúkdómum fullorðinna.

Starfsfólk

Læknar

 •  Ari Víðir Axelsson
 • María Gunnbjörnsdóttir
 • Michael Clausen
 • Sigurveig Sigurðardóttir

Hjúkrunarfræðingar

 • Dóra Thorsteinsson
 • Ásta Karlsdóttir
 • Berglind A. Zoega Magnúsdóttir

Sjúkraliði

 • Hjördís Garðarsdóttir

Berkjuauðertnipróf (Metakólínpróf)

Berkjuauðertnipróf er aðferð til að rannsaka hversu auðveldlega lungnaberkjurnar dragast saman við áreiti.
Auðertanlegar lungnaberkjur sjást við astma en geta einnig tengst öðrum lungnasjúkdómum og öndunarfærasýkingum.
Rannsóknin fer þannig fram að þú andar að þér metakólínlausn í hækkandi styrkleika.

 • Mæling á fráblæstri er gerð eftir innöndun á hverjum styrkleika fyrir sig.
 • Prófinu lýkur þegar fráblástur hefurminnkað um 20% eða hæsta styrkleika lausnarinnar er náð

Rannsóknin er sársaukalaus en getur valdið ertingu í hálsi og hósta eða vægum andþyngslum sem hverfa eftir að berkjuvíkkandi lyf hafa verið gefin.
Ýmis lyf geta haft áhrif á rannsóknina vegna berkjuvíkkandi eiginleika þeirra.

Í samráði við lækni þarf að hafa eftirfarandi lyfjanotkun í huga:

 • Ekki er æskilegt að taka inn steratöflur í fimm sólarhringa fyrir rannsókn
 • Ekki má taka eftirfarandi lyf í þrjá sólarhringa fyrir rannsóknina

            • Ofnæmistöflur (andhistamín lyf)
            • Innöndunarstera eins og Flixotide og Pulmicort
            • Samsett innöndunarlyf eins og Symbicort og Seretid
            • Blóðþrýstingslækkandi lyf í flokki betahemjandi lyfa (betablokkerar)
            • Accolate töflur/ Singulair töflur

 • Í einn sólarhring fyrir rannsókn má ekki taka :
  • Langverkandi berkjuvíkkandi lyf eins og Oxis, Serevent, Atrovent, Spiriva og theo-dur töflur
  • Bricanyl úðalyf
 • Í 8 klst fyrir rannsókn má ekki nota: 
  • Ventolin úðalyf
 • Ekki er æskilegt að reykja eða drekka kaffi, te eða drykki sem innihlda koffein í tvær klst fyrir rannsókn: 
  Berkjuauðertnipróf er ekki framkvæmt hjá barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti nema í samráði við lækni.
  Það á einnig við um alvarlega sjúkdóma eins og háþrýsting, flogaveiki kransæðasjúkdóm og æðagúl
  Mikilvægt er að láta vita ef þessi tími hentar ekki.

Göngudeildin er opin virka daga kl 8-16 og ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna skaltu hafa samband við hjúkrunarfræðinga ofnæmisgöngudeilarinnar í síma 543 6039 eða 543 6038.

 

 

Á göngudeild smitsjúkdóma starfa læknar og hjúkrunarfræðingar sem sjá m.a. um fræðslu, stuðning og eftirfylgni sjúklinga með smitsjúkdóma, einkum HIV smitaða einstaklinga og sjúklinga með lifrarbólgu C. Hjúkrunarfræðingurinn veitir almenna ráðgjöf og svarar fyrirspurnum er varða þau mál. Nálgast má þjónustuna í gegnum móttöku göngudeildar í síma 543 6040.

Beiðni um viðtal við smitsjúkdómalækna á göngudeild smitsjúkdóma verður að berast til viðkomandi læknis.

Læknar:

 • Agnar Bjarnason
 • Anna S. Þórisdóttir
 • Birgir Jóhannsson
 • Bryndís Sigurðardóttir
 • Magnús Gottfreðsson
 • Már Kristjánsson
 • Ólafur Guðlaugsson

Hjúkrunarfræðingar:

 • Anna Tómasdóttir
 • Bjartey Ingibergsdóttir
 • Guðrún Helga Ragnarsdóttir

Á innkirtladeild starfa fjölmargir faghópar að málefnum fólks með innkirtlasjúkdóma. Á Landspítala Fossvogi er göngudeildir innkirtlasjúkdóma og efnaskipta og göngudeild sykursýki og rannsókn en starfsfólk deildarinnar sinnir einnig ráðgjöf og kennslu innan og utan Landspítala. 

Innkirtlasjúkdómar eru fjölmargir og sumir mjög algengir. Þeir verða í stuttu máli til við raskanir á hormónastarfsemi líkamans og í víðum skilningi má segja að raskanir á hormónum og efnaskiptum líkamans sé undirrót allra sjúkdóma.

Hormón eru efni sem stýra starfsemi líkamans og eru búin til í kirtlum inni í líkamanum (innkirtlar). Hormónin ferðast milli líffæra með blóðinu.

Algengustu sjúkdómarnir í þessum flokki eru offita, sykursýki,skjaldkirtilssjúkdómar og beinþynning en aðrir eru meðal annars heiladinguls- og nýrnahettusjúkdómar, vissar tegundir háþrýstings og fleiri.

Starfsfólk:

Læknar

 • Ari J. Jóhannesson
 • Arna Guðmundsdóttir
 • Bolli Þórsson
 • Guðni Arnar Guðnason
 • Rafn Benediktsson
 • Steinunn Arnardóttir
 • Tómas Þór Ágústsson

Hjúkrunarfræðingar

 • Bryndís Gestsdóttir
 • Erla Kristófersdóttir
 • Jónína Guðrún Höskuldsdóttir
 • Kristín Linnet Einarsdóttir
 • Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir
 • Jamie Lynn Ontiveros

Næringarfræðingar

 • Bertha María Ársælsdóttir
 • Óla Kallý Magnúsdóttir

Sjúkraliði

 • Lilja Ólafsdóttir

Fótaaðgerðarfræðingar

 • Magnea Gylfadóttir
 • Scott Gribbon

Þjónustustjóri skimunar / sjúkraþjálfari

 • Birkir Friðfinnsson

Móttökuritari

 • Bryndís Hulda Kristinsdóttir

Skrifstofustjóri

 • Jóna K. Kristinsdóttir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?