Leit
Loka
Gigtar- og almenn lyflækningadeildGöngudeild gigtsjúkdóma á er 3. hæð í A álmu

Innkirtlagöngudeild / göngudeild sykursjúkra er á 3. hæð í G álmu fyrir ofan bráðamóttöku.

Gigtar- og almenn lyflækningadeild

Á deildinni eru tvær dagdeildir auk legudeildar. Göngudeild er á 3. hæð í A álmu

Deildarstjóri

Gerður Beta Jóhannsdóttir

gerdurbj@landspitali.is
Yfirlæknir

Gerður María Gröndal

gerdurgr@landspitali.is

Banner mynd fyrir Gigtar- og almenn lyflækningadeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn allan ársins hring

Gigtar- og almenn lyflækningadeild - mynd

Hér erum við

Fossvogur, B álma 7. hæð

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á almennri móttöku fer fram greining, meðferð og eftirlit.

Til móttökunnar er vísað einstaklingum 67 ára og eldri til greiningar og mats á meðferðar- og endurhæfingarmöguleikum við langvarandi heilsubrest og versnandi færni.

Öldruðum sem þurfa flókin meðferðar- og þjónustuúrræði er oft beint í eftirlit í almenna móttöku eftir sjúkrahúslegu. Oftast er það gert af öldrunarlækni sem hefur skoðað sjúklinginn í legunni.

Hlutverk og starfsaðferðir

 • Greina orsök versnandi heilsu og færni.
 • Veita meðferð og fylgja henni eftir.
 • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
 • Gefa leiðbeiningar um hjúkrunarmeðferð og hafa milligöngu um aðstoð sé þess óskað.
 • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu.
 • Stunda rannsóknir.
 • Hafa samstarfs við aðra sem koma að meðferð sjúklings.

Öldrunarlækningadeild, dagdeild, er opin virka daga á milli kl. 8:00 og 16:00.

Á deildinni fer fram endurhæfing aldraðra sem geta nýtt sér meðferð á daginn en dvalið heima á kvöldin og um helgar.

Þar fer fram fjölfaglegt mat og meðferð ýmist í framhaldi af dvöl á deildum Landspítala eða ef komið er úr heimahúsi.

Einstaklingar fá akstursþjónustu og eru á deildinni 4 -5 klst í senn tvisvar eða þrisvar í viku meðan á endurhæfingartímabilinu stendur.

Læknar geta vísað einstaklingum 67 ára og eldri til byltumóttöku til greiningar á orsökum endurtekinna bylta.

Hlutverk og starfsaðferðir

 • Greina orsök endurtekinna bylta.
 • Veita sérhæfða meðferð og fylgja henni eftir.
 • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
 • Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum.
 • Gefa leiðbeiningar um hjúkrun og hafa milligöngu um að hún sé veitt.
 • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu.
 • Stunda rannsóknir.
 • Hafa samstarf við aðra sem koma að meðferð sjúklingsins og þjónustu við hann.

Minnismóttakan er fyrir einstaklinga sem hafa einkenni sem benda til heilabilunarsjúkdóma.

Helstu einkenni eru minnistap, skert ratvísi, verkstol og málstol. Einnig geta verið geðræn einkenni svo sem ranghugmyndir, þunglyndi, kvíði, dægurvilla og fleira.

Hlutverk og starfsaðferðir 

 • Greina orsök einkenna um vitræna skerðingu.
 • Veita sérhæfða meðferð og fylgja henni eftir.
 • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
 • Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum sem sjúkdómurinn veldur á daglegu lífi og högum fjölskyldunnar.
 • Gefa leiðbeiningar um hjúkrun og hafa milligöngu um að hún sé veitt.
 • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu og auka þekkingu fagfólks um heilabilunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra.
 • Stunda rannsóknir.
 • Hafa samstarf við aðra sem vinna að málefnum heilabilaðra utan lands sem innan. 

Memory Clinic (English)

Fyrsta heimsókn fer oft fram í kjölfar tilvísunar frá bráðamóttöku, öðrum deildum Landspítala, útskriftarteymi spítalans, heimahjúkrun, heimaþjónustu eða heilsugæslustöðvum.

Læknar göngudeildarinnar geta vísað fólki til eftirlits í hjúkrunarmóttöku eftir komu til læknis.

Einnig eru bókaðir tímar í hjúkrunarmóttöku í kjölfar ráðgjafarsímtals við hjúkrunarfræðing á göngudeildinni ef ástæða þykir til.

Hjúkrunarfræðingur metur andlegt og líkamlegt heilsufar, aðstæður og þjónustuþörf. Einnig er veitt ráðgjöf og stuðningur í síma.

Hlutverk og starfsaðferðir 

 • Greina áhrif heilsubrests á sjálfsbjargargetu og þjónustuþörf. 
 • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
 • Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum sem heilsubrestur veldur á daglegu lífi og högum fjölskyldunnar. 
 • Gefa leiðbeiningar um hjúkrun og hafa milligöngu um að hún sé veitt.
 • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu.
 • Leita lausna í samvinnu við einstaklinginn og fjölskyldu hans.
 • Hafa samstarf við aðra sem koma að meðferð sjúklingsins og þjónustu við hann.
 • Stunda rannsóknir.
Hjúkrunarmóttaka byggir á hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar samkvæmt stefnu Landspítala.

Geðmóttaka er eining innan göngudeildar öldrunarþjónustu þar sem fram fer sérhæfð þjónusta fyrir 67 ára og eldri með geðsjúkdóma.
Teymið mynda læknir, geðhjúkrunarfræðingur og sálfræðingur metið er heilsufar og þættir er tengjast geðheilsu. Eftir greiningu er ráðlögð meðferð og sjúklingi og fjölskyldu hans boðin stuðningur.

Hlutverk og starfsaðferðir

 • Greina orsök versnandi heilsu og færni tengt geðheilsu.
 • Veita meðferð og fylgja henni eftir.
 • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
 • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu.
 • Hafa samstarfs við aðra sem koma að meðferð sjúklings.

Greiningarmóttaka er fyrir aldraða einstaklinga 67 ára og eldri með fjölþætt heilsufarsvandamál.
Einastaklingar sem eiga endurteknar komur á bráðamóttöku og þurfa uppvinnslu teymis þ.e aðkomu læknis, hjúkrunarfræðings og sjúkraþjálfa.

Á bráðamóttöku er lagt fyrir komumat (InterRai-Ca) og m.a. út frá því metið hvort einstaklingur uppfylli skilmerki um komu á greiningarmóttöku. Í kjölfar þess mats er sjúklingur bókaður í tíma á greiningarmóttöku á dag og göngudeild til frekari úrvinnslu og og lausn mála.

Var efnið á síðunni hjálplegt?

Af hverju ekki?

Rusl-vörn