Leit
Loka

Dagdeild B7

Dagdeild B7 veitir sérhæfða þjónustu fyrir alla landsmenn en einnig almenna þjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Deildarstjóri

Gerður Beta Jóhannsdóttir

gerdurbj@landspitali.is
Yfirlæknar

Gerður María Gröndal

gerdur@landspitali.is

Sigríður Þórdís Valtýsdóttir

sigrival@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Dagdeild B7

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Dagdeild B7 - mynd

Hér erum við

Landspítali Fossvogi - 7. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Hagnýtar upplýsingar

Á dagdeild B7 fer bæði fram greining og meðferð ýmissa lyflæknisfræðilegra sjúkdóma.

Dæmi um þjónustu sem veitt er á deildinni:

  • Meðferð með líftæknilyfjum og öðrum innrenslislyfjum, blóðhluta- og eða vökvagjafir.
  • Greiningarvinna og rannsóknir vegna gruns um ýmsa sjúkdóma, svo sem gigtarsjúkdóma, breytingar í lungnavef og æxlis af óþekktum uppruna. 
  • Sérhæfð hjúkrunarþjónusta ásamt ráðgjöf, eftirfylgni, fræðslu og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur.•

Deildin er opin frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

 
  • Tilvísanir berast á eyðublaðinu tilvísun milli stofnana í Sögukerfi.
  • Í Heilsugátt má finna tilvísun fyrir ýmsar meðferðir og rannsóknir (almenn upppvinnsla, uppvinnsla vegna tumors af óþekktum uppruna, lyfjagjöf, blóðhlutagjöf, eftirlit vegna ífarandi rannsókna) 
  • Tilvísanir í lyfjagjafir með líftæknilyfjum koma frá sérfræðingum í viðkomandi sérgrein að undangenginni leyfisveitingu lyfjanefndar.
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?