Leit
Loka

Dagdeild B7

Dagdeild B7 veitir sérhæfða þjónustu fyrir alla landsmenn en einnig almenna þjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Deildarstjóri

Ragna María Ragnarsdóttir

ragnamr@landspitali.is
Yfirlæknir

Sigríður Þórdís Valtýsdóttir

sigrival@landspitali.is

Banner mynd fyrir  Dagdeild B7

Hafðu samband

Mikilvægar upplýsingar vegna COVID-19

Frá og með 5. október 2020 flytur Dagdeild B7 tímabundið á B1.

Dagdeildin er flutt tímabundið á B1 í sömu álmu og B7. Gegnið inn norðan til á B-álmu. Sér inngangur merktur Dagdeild B7 og sjúkraþjálfun. Óæskilegt er að fólk bíði saman á biðstofu, því er mikilvægt að þú gerir ráðstafanir og bíðir í bílnum þar til ritari dagdeildar hringir í þig og vísar þér inn.

Þessar ráðstafanir eru fyrst og fremst gerðar til að tryggja öryggi þitt vegna Covid-19 faraldursins.

Hér erum við

Landspítali Fossvogi - 7. hæð

Sjá staðsetningu á korti

 

Hagnýtar upplýsingar

Hafa samband við deildina fyrir meðferð ef eitthvað af þessu á við síðastliðna 14 daga:

  1. Verið erlendis
  2. Verið í snertingu við einhvern með COVID-19 (fjölskylda, vinir, skólafélagar, vinnufélagar, ferðafélagar)
  3. Heimsótt eða dvalið á sjúkrahúsi eða heilsugæslu á svæði þar sem Covid-19 hefur orðið vart
  4. Sinnt einstaklingi með COVID-19
  5. Verið með öndunarfæraeinkenni síðastliðna 14 daga (hiti, kvef, hálssærindi, breytt bragðskyn)

Lyfjagjöf

Ekki er talin ástæða til að rjúfa / fresta meðferð líftæknilyfja eða annarrar gigtarmeðferðar.

EULAR Guidance for patients with RMDs about COVID-19 outbreak
(European League against Rheumatism)

Með flensueinkenni?

Ef þú finnur fyrir flensulíkum einkennum er mikilvægt að mæta EKKI á deildina. Hafa samband við starfsmann B7 í síma: 543 6706, 543 6714

Upplýsingasíða Embættis landlæknis og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra um Covid-19

Upplýsingasíða Landspítala um Covid-19

Á dagdeild B7 fer bæði fram greining og meðferð ýmissa lyflæknisfræðilegra sjúkdóma.

Dæmi um þjónustu sem veitt er á deildinni:

  • Meðferð með líftæknilyfjum og öðrum innrenslislyfjum, blóðhluta- og eða vökvagjafir.
  • Greiningarvinna og rannsóknir vegna gruns um ýmsa sjúkdóma, svo sem gigtarsjúkdóma, breytingar í lungnavef og æxlis af óþekktum uppruna. 
  • Sérhæfð hjúkrunarþjónusta ásamt ráðgjöf, eftirfylgni, fræðslu og stuðningi við sjúklinga og aðstandendur.•

Deildin er opin frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

 
  • Tilvísanir berast á eyðublaðinu tilvísun milli stofnana í Sögukerfi.
  • Í Heilsugátt má finna tilvísun fyrir ýmsar meðferðir og rannsóknir (almenn upppvinnsla, uppvinnsla vegna tumors af óþekktum uppruna, lyfjagjöf, blóðhlutagjöf, eftirlit vegna ífarandi rannsókna) 
  • Tilvísanir í lyfjagjafir með líftæknilyfjum koma frá sérfræðingum í viðkomandi sérgrein að undangenginni leyfisveitingu lyfjanefndar.
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?