Dag- og göngudeildir geðsviðs
Á dag- og göngudeildum geðsviðs fá sjúklingar með alvarlegar geðraskanir þjónustu.

Hafðu samband
Hér erum við
Geðdeildarbygging við Hringbraut, - Hvítabandi - Reynimel og Kleppspítalalóð
Hagnýtar upplýsingar
Á dag- og göngudeildum geðsviðs fá sjúklingar með alvarlegar geðraskanir þjónustu.
Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.
Nokkur sérhæfð teymi starfa á dag- og göngudeildum geðsviðs og eru þau staðsett á:
- Hringbraut,
- Hvítabandi
- Reynimel
- Kleppspítalalóð
Farvegur tilvísana:
- Inntökustjóri göngudeildar tekur við tilvísunum frá heilsugæslulæknum, geðlæknum, öðrum læknum Landspítala og frá bráðaþjónustu geðdeildar
- Almennar tilvísanir skulu berast með bréfi til inntökustjóra móttökuteymis, deild 31E.
Sérstakar reglur gilda um beiðnir fyrir ADHD greiningu og geta læknar fengið nánari upplýsingar hjá ritara teymisins í síma 543-4088.
Sjúklingar geta snúið sér sjálfir beint til átröskunarteymisins og er tölvupóstur atroskun@landspitali.is.
Staðsetning: Göngudeildin 31E er staðsett á 1. hæð í geðdeildarbyggingu við Hringbraut.
- Móttakan er í anddyri byggingar.
- Afgreiðslutími: 8:00-16:00 virka daga
- Símanúmer: 543 4050
- Netfang: gongudeildgh@landspitali.is
Hlutverk göngudeildar 31 E er tvíþætt;
A) Móttökuteymi göngudeildar sinnir fyrst og fremst sjúklingum með erfiðar og flóknar geðraskanir, einkum þó lyndis-, kvíða- og persónuleikaraskanir.
Áhersla er á vandaða greiningarvinnu og gagnreynda meðferð.
Nokkur sérhæfð teymi starfa í tengslum við móttökuteymið, sum staðsett á Hringbraut en önnur á Hvítabandi og eitt á Kleppspítalalóð.
B) Eftirmeðferð sjúklinga eftir innlagnir á móttökugeðdeildir 32A og 33 C. Meðferðarteymi legudeilda sinna eftirmeðferð.
Farvegur tilvísana: Móttökuteymi göngudeildar tekur við tilvísunum frá heilsugæslulæknum, geðlæknum, öðrum læknum Landspítala og frá bráðaþjónustu geðdeildar.
Almennar tilvísanir skulu berast með bréfi til inntökustjóra móttökuteymis, deild 31E.
Tilvísun frá bráðaþjónustu geðdeildar skal vera rafræn og stíluð á inntökustjóra.
Sjúklingar geta snúið sér sjálfir beint til átröskunarteymisins og er tölvupóstur atröskun@landspitali.is. Aðrar beiðnir eiga að berast til inntökustjóra.
Áætlaður biðtími í skoðun/viðtal: Fer eftir eðli vandans, frá 1-3 vikum upp í 3 mánuði.
- Biðtími fyrir ADHD greiningu er nú lengri eða 6-7 mánuðir
- Biðtími fyrir einhverfugreiningu fullorðinna er um það bil eitt ár
Í báðum tilveikum eru þó einstaka mál tekin með forgangi.
Aðeins er tekið við beiðnum um einhverfugreiningu frá fagteymum geðsviðs.
Staðsetning: Göngudeildin á Kleppi, 104 Reykjavík
Þjónustutími: kl. 8.30 - 16:00 virka daga
Sími: 543 4200
Netfang: atroskun@landspitali.is