Leit
Loka

Brjóstamiðstöð - skimun og greining

Hafðu samband

OPIÐVirka daga 08:00-16:00

Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.

Brjóstamiðstöð - mynd

Hér erum við

Eiríksstaðir, Eiríksgata 5, 3. hæð

Sjá staðsetningu á korti

Staðsetning: Brjóstamiðstöð – Skimun og greining er staðsett á Eiríksgötu 5

Þjónustutími: Opið fyrir brjóstaskimanir mánudaga til föstudaga kl. 8:00-16:00. 

Verðskrá: Verð fyrir brjóstaskimun er 5.072.- og 2.589.- fyrir aldraða og öryrkja. Brjóstaskimanir eru nú hluti af greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Sjá nánar gjaldskrá Landspítala

Boðanir og niðurstöður: Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) sem er rekin af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins heldur utan um boðanir og bókanir í brjóstaskimanir og sendir einnig rafræn svarbréf þegar niðurstöður liggja fyrir. Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.

Brjóstaskimanir

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum hér á landi og að meðaltali greinast 210 konur árlega og er meðalaldur þeirra 62 ár. Skimun fyrir brjóstakrabbameini er árangursrík leið til að lækka dánartíðni sjúkdómsins en lýðgrunduð skimun fyrir brjóstakrabbameini hófst á Íslandi árið 1987. Skimun leiðir ekki til lækkunar á tíðni sjúkdómsins, en með því að greina hann snemma aukast líkur á því að sjúkdómurinn sé staðbundinn og hafi ekki náð að dreifa sér.

Almenn brjóstaskimun er fyrir konur sem ekki eru með einkenni frá brjóstum. Finnist fyrir einkennum frá brjóstum t.d. hnút eða fyrirferð í brjósti, inndreginni húð eða geirvörtu, blóðugri eða glærri útferð úr geirvörtu, verkjum eða eymslum í brjóstum, er ráðlagt að leita til læknis sem þá sendir tilvísun í frekari skoðun.

 • Skimunaraldur:
          Aldurshópurinn 40-69 ára fær boð í skimun á 2 ára fresti
          Aldurshópurinn 70-74 ára fær boð í skimun á 3 ára fresti
 • Konur í aukinni áhættu á brjóstakrabbameini: Konur með stökkbreytingu á BRCA1 og BRCA2 genum eru í aukinni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þær eru ekki í almennri skimun heldur fara í frekari skoðun og þéttara eftirlit hjá krabbameinslæknum Landspítala. Konur með sterka ættarsögu um krabbamein í brjóstum (móðir, systir, dóttir) eða aukinn þéttleika brjósta eru í almennri skimun, nema læknir ákveði annað.
 • Konur sem hafa farið í fyrirbyggjandi brjóstnám á báðum brjóstum: Ekki er þörf á skimun þar sem búið er að fjarlægja allan brjóstvef.
 • Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein: Eru undir eftirliti krabbameinslæknis í fimm ár eftir meðferð skv. verklagi Landspítala en geta farið aftur í almenna skimun eftir það. Þær konur sem ekki hafa náð skimunaraldri fimm árum eftir krabbameinsmeðferð eru áfram í árlegu eftirliti hjá krabbameinslækni, þar til þær hafa náð skimunaraldri. Konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein fá boð um skimun til 79 ára aldurs.
 • Konur með púða í brjóstum: Geta farið í almenna skimun.

Skimanir geislafræðinga frá Landspítala 2022:

Ath! Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Staður  Dagafjöldi Tímasetning
Ísafjörður   4-5 05-08. september (9. september til vara)
Þórshöfn  1-2 13.-14. september
Vopnafjörður  1-2 14.-15. september

Egilsstaðir  4-5 19. til 22. september (23. september til vara)
 Eskifjörður 4-5   26.-29. september (30. september til vara)
 Kirkjubæjarklaustur  1  10. október
 Vík í Mýrdal  1  11. október
 Hvolsvöllur  3 12.-14. október

 Selfoss  9-10  24. október-3. nóvember (04. nóvember til vara)
Deildarstjóri: Kristjana G. Guðbergsdóttir

 

 • Myndgreining og sérskoðun brjósta er á Eiríksstaðir - Göngudeildir, Eiríksgötu 5.
  Sjá á korti. Þangað þarf tilvísun læknis.
 • Brjóstamóttaka skurðlækninga er á göngudeild 10E við Hringbraut og er fyrir fólk í aðgerðarferli - Sjá hér
 • Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga 11B við Hringbraut er fyrir fólk í lyfjameðferð - Sjá hér 

 

Myndbönd

Samfelld þjónusta á einum stað hjá nýrri Brjóstamiðstöð Landspítala
 • 26. september 2022
 • Fréttir

Samfelld þjónusta á einum stað hjá nýrri Brjóstamiðstöð Landspítala

Ný Brjóstamiðstöð Landspítala er á Eiríksstöðum að Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Í miðstöðinni er nú saman komin á einn stað brjóstaskimun, brjóstamyndgreining og margvísleg göngudeildarþjónusta brjóstaskurðlækna, lýtalækna, krabbameinslækna og geislalækna, auk sérhæfðra hjúkrunarfræðinga. Hér er rætt við Halldóru Hálfdánardóttur verkefnastjóra og Erlu Dögg Ragnarsdóttur deildarstjóra um Brjóstamiðstöðina og starfsemina þar. Brjóstaskimanir eru framkvæmdar á 3. hæðinni á Eiríksstöðum, en einnig er skimað á Sjúkrahúsinu á Akureyri og víðs vegar um landsbyggðina. Í miðstöðinni fer einnig fram brjóstamyndgreining kvenna sem hafa verið kallaðar inn í kjölfar skimunar og rannsóknir að beiðni lækna þar sem grunur er um sjúkdóma í brjóstum. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem heldur utan um boðanir, bókanir og niðurstöður brjóstaskimana, en hún heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á 4. hæðinni er síðan göngudeildarhluti Brjóstamiðstöðvarinnar, en þar er þjónusta við fólk með ýmsar gerðir sjúkdóma í brjóstum, bæði góðkynja og illkynja, en jafnframt við fólk sem er í áhættuhópi að fá krabbamein vegna stökkbreytingar í genum. Á deildinni eru samankomnir læknar í fjórum sérgreinum: brjóstaskurðlæknar, lýtalæknar, krabbameinslæknar og geislalæknar. Auk þess vinna á deildinni í þéttu samstarfi sérhæfðir hjúkrunarfræðingar sem áður voru aðskildir á skurðlækninga- og krabbameinsdeildum. Konum á Íslandi er boðin reglubundin skimun fyrir krabbameini í brjóstum í samræmi við skimunarleiðbeiningar Embættis landlæknis. Konum á aldrinum 40 til 69 ára er boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70 til 74 ára á þriggja ára fresti. Einkennalausar konur 40 til 74 ára geta pantað tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini í síma 513-6700 hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga. Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?