Leit
Loka

Bráðaþjónusta geðsviðs

Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma

Banner mynd fyrir  Bráðaþjónusta geðsviðs

Hafðu samband

OPIÐ12:00-19:00 virka daga og 13:00-17:00 um helgar.

Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi

Bráðageðdeildir  - mynd

Hér erum við

1. hæð - Geðdeildarbygging við Hringbraut

Sjá staðsetningu á korti

Þjónusta geðdeilda

Hjá bráðaþjónustu geðsviðs fer fram fyrsta mat á vanda þeirra sem þangað leita og er fólki vísað þaðan áfram til frekari greiningar og/eða meðferðar.

Stundum getur viðkomandi þurft á innlögn að halda en að öðrum kosti er vísað í viðeigandi úrræði innan eða utan Landspítala.

Í neyðartilvikum utan þjónustutíma getur fólk leitað til almennu bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi.

Bráðamóttaka geðsdeildar er staðsett á fyrstu hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut og er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða.  Til bráðamóttöku getur fólk leitað með áríðandi mál af geðrænum toga án þess að eiga pantaðan tíma.

Bráðamóttakan er opin kl. 12:00-19:00 virka dag og kl. 13:00-17:00 um helgar og alla helgidaga.
Í neyðartilvikum utan þessa tíma er hægt að leita til bráðamóttökunnar á Landspítala Fossvogi.

Sími bráðamóttöku geðdeildar: 543 4050 á þeim tíma sem opið er.
Sími Landspítala: 543 1000

Á bráðamóttöku geðdeildar er ekki:

  • ávísað ávanabindandi lyfjum
  • hafin fráhvarfsmeðferð
  • endurnýjaðir lyfseðlar eða skrifuð vottorð

 Ekki eru gefin ávanabindandi lyf á bráðamóttöku geðdeilda

Bráðateymi geðsviðs veitir skammtíma meðferð við bráðum geðrænum vanda.

Lögð er áhersla á að finna viðeigandi farveg að lokinni bráðaeftirfylgd sem getur falist í úrræðum innan sem utan Landspítala.

Farvegur tilvísana: Eingöngu er tekið við tilvísunum frá bráðamóttöku geðdeildar.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?