Leit
Loka

Almenn göngudeild

Göngudeildarþjónusta á sérsviðum skurðlækninga

Deildarstjóri

Hrafnhildur Baldursdóttir

hrafnhba@landspitali.is
Banner mynd fyrir Almenn göngudeild

Hafðu samband

OPIÐ08:00-16:00

Almenn göngudeild - mynd

Hér erum við

Landspítali Hringbraut, aðalbygging, kjallari – E álma. Gengið inn í K-byggingu (gegnt nýja sjúkrahótelinu)

Finna okkur á korti

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Á deildinni er veitt víðtæk þjónusta á mörgum sérfræðisviðum skurðlækninga.  Starfsfólkið leitast við að veita sjúklingum einstaklingsbundna greiningu, meðferð, fræðslu og ráðgjöf.

Aðgerðarstofa 

Á aðgerðarstofu eru minni háttar aðgerðir í staðdeyfingu svo sem: 

 • Fjarlægja lyfjabrunna
 • Grófnálarsýnataka
 • Uppbygging geirvörtu
 • Tattú  

Göngudeildir almennra skurðlækninga, brjóstholsskurðlækninga og brjóstaskurðlækna, nýrnalækninga og meltingarfæralækninga

 • Komur til skurðlækna
 • Komur til deildarlækna

Yfirlæknar sérgreina

Páll H. Möller, yfirlæknir almennra skurðlækninga
Bjarni Torfason, yfirlæknir brjóstholsskurðlækninga
Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnasérgreinar
Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir meltingarlækninga

Tveir hjúkrunarfræðingar sinna alla daga innskriftum og fræðslu við sjúklinga sem eru að fara í aðgerð.

Bókað af innköllunarstjórum skurðlækningsviðs við Hringbraut .

Teymismóttaka
Sigríður Zoega hjúkrunarfræðingur
Jóhanna Ósk Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur

A. Móttaka nýgreindra kvenna með brjóstakrabbamein (bókanir frá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands) , teymismóttaka skurðlækna, hjúkrunarfræðinga og krabbameinslækna.  Felur í sér greiningu og oftast skurðmeðferð og eftirmeðferð.

B. Móttaka kvenna með BRCA stökkbreytingu, eftirlit , fræðsla og rannsóknir.  Tilvísanir frá krabbameinslæknum og erfðaráðgjöf Landspítala.

C. Hjúkrunarmóttaka vegna eftirmeðferðar (s.s. uppbyggingar), fræðslu, sáraskiptingar, tattú o.s. frv.

Bókanir hjá hjúkrunarfræðingi brjóstamóttöku í síma 825 3520

 • Jarþrúður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
 • Fjóla Viggósdóttir hjúkrunarfræðingur
 • Brynja Björk Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur

Vefur Brjóstamiðstöðvarinnar

Á ígræðslugöngudeild er þjónusta við fólk sem annars vegar þarf á ígræddu nýra að halda og hins vegar einstaklinga sem vilja gefa ættingja eða vini annað nýra sitt.

Hildigunnur Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur sinnir sjúklingum með ígrætt nýra, lifur eða hjarta ásamt nýragjöfum. 

Einnig er í teyminu Hildur Guðrún Elísdóttir hjúkrunarfræðingur.  Hún veitir einnig ráðgjöf og lyfjameðferð við HEP-C ásamt Sigurbjörgu Tryggvadóttur hjúkrunarfræðingi. 

Nýraígræðsla (þjónustuvefur)

 • Sigrún Árnadóttir hjúkrunarfræðingur
 • Sigurbjörg Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur

Stómahjúkrunarfræðingur sér um ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi stóma fyrir stómaþega, væntanlega stómaþega, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk innan og utan spítalans. 

Tímapantanir á virkum dögum  í síma 824 5982 eða á stoma@landspitali.is.
 

 

Lyfjagjafir í æð frá sérgreinum meltingar-, nýra- og skurðlækninga.

 • Kristín Rún Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur
 • Elva Rut Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur

Teymismóttaka, hjúkrunarfræðingur, ásamt lækni og næringarráðgjafa veita sjúklingum fræðslu og ráðgjöf í um það bil 2 ár eftir aðgerð og sumum lengur.

Bókanir hjá riturum almennrar göngudeildar í síma 543 2200.

Teymissmóttaka skurðlækna, meltingarfæralækna, krabbameinslækna og hjúkrunarfræðinga á almennri göngudeild 10E.
Eingöngu bókanleg af teyminu.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?