Námskeið fyrir sjúklinga og aðstandendur

 

Á vegum Landspítala eru haldin námskeið og fræðslufundir fyrir sjúklinga og aðstandendur um ýmis efni svo sem sjúkdóma og meðferð þeirra, hvernig takast megi sem best á við veikindi og greiningu sjúkdóma, fræðsla fyrir skurðaðgerðir og margt fleira.

Við bendum þér á að spyrjast fyrir hjá heilbrigðisstarfsfólki um fræðslu sem mætir þínum þörfum.

Einnig halda sjúklingasamtökin uppi öflugri fræðslustarfsemi.