Öryggi

Helstu símanúmer öryggisvarða

Hringbraut   543 1800, 543 1805 (allan sólarhringinn)
Fossvogur
543 1860, 543 1850 (allan sólarhringinn)
Landakot    
543 9800 (allan sólarhringinn)
Grensás 
824 5326 (7:30 til 17:00 virka daga)

Öryggisstjóri er Pálmi Þór Ævarsson palmiaev@landspitali.is, s. 543 1806

Öryggi er deild innan rekstrarsviðs Landspítala.  Um 30 öryggisverðir starfa þar.  Deildin annast öryggisgæslu, eftirlit og vaktþjónustu á spítalanum ásamt vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa.  Hún sér um lyklavörslu og að opna og loka húsum.
Starfsstöðvar öryggis eru við Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti og á Grensási. Deildin sinnir einnig þjónustu við aðra starfsstaði LSH.  Í afgreiðslum öryggisvarða er upplýsingaþjónusta, tekið á móti þjónustubeiðnum ásamt öðrum verkefnum sem öryggisvörðum er falið að sjá um.  Öryggisverðir sinna ýmsum flutningum í samstarfi við deild flutninga.  

Á spítalanum er eftirlitsmyndavélakerfi, rafræn vöktun, sem uppfyllir kröfur Persónuverndar. 

Markmið öryggis á Landspítala

  • Markmið er að tryggja öryggi sjúklinga, starfsmanna og annara sem leið eiga um starfsstöðvar og lóðir Landspítala ásamt að veita áreiðanlega þjónustu þar sem lipurð og góð framkoma er aðalsmerki. 
  • Sjá um vöktun öryggis- og hússtjórnarkerfa Landspítala, hafa eftirlit með tækjum og búnaði spítalans.
  • Annast gæslu húsnæðis LSH, bifreiðastæða, lóða og tryggja að aðkoma viðbragðsaðila sé greið að spítalanum.
  • Öryggisverðir taka stjórn og gera viðeigandi ráðstafanir í neyðarástandi þar til náðst hefur í hærra setta stjórnendur.
  • Öryggisverðir kunna skil á Viðbragðsáætlun Landspítala, og þekkja hlutverk sín á mismunandi viðbragðsstigum spítalans.  

 

GÆTUM ÖRYGGIS! 
  • Verðmæti á ekki að skilja við sig. Óæskilegt er að geyma verðmæti sýnileg í bílum á bílastæðum. 
  • Ef grunur vaknar um eitthvað óeðlilegt hjá eða á spítalanum, grunsamlegar mannaferðir eða annað slíkt, látið þá öryggisverði eða lögreglu strax vita.
  • Þjófnaði eða önnur atvik sem kunna að koma upp á Landspítala skal tilkynna öryggisvörðum strax eða lögreglu .   
  • Bregðast skal við boðum frá brunaviðvörunarkerfum strax.  
  • Meginreglan er sú að bannað er að vera með kveikt á kertum á spítalanum.