Hvað á að hafa með sér?

Við innlögn á sjúkrahús biðjum við sjúklinga að hafa með sér

 • þau lyf sem þeir taka og lyfjakort
 • eigin lyf og yfirlit yfir lyf úr lyfjaskömmtun
 • góða inniskó sem styðja vel við fætur
 • léttar buxur
 • náttslopp
 • snyrtivörur
 • hjálpartæki s.s. staf, göngugrind, hjólastól

Gott er einnig að taka með sér matvæli eða drykkarföng sem þú vilt og getur borðað á milli mála.

Sem dæmi:

 • sérstakir drykkir
 • smooties
 • kex
 • ávextir
 • þurrkaðir ávextir
 • möndlur og hnetur
 • annað sem að þú ert vanur/vön að fá þér á milli mála.

Sjúklingar geta haft með sér eigin farsíma en sjúkrahúsið getur ekki borið ábyrgð tapist þeir eða skemmist. Sama á við um fartölvur.

Vinsamlegast skiljið verðmæti eins og peninga og skartgripi eftir heima eins og unnt er.

Landspítali tekur enga ábyrgð á eigum sjúklinga og gesta