Á Landspítala starfar teymi sérfræðinga sem sinnir einstaklingum sem annars vegar þurfa á ígræddu nýra að halda og hins vegar einstaklingum sem vilja gefa ættingja eða vini annað nýrað sitt.  Teymið hefur starfað saman í meira en áratug og í  ígræðsluteymi spítalans eru  nýrnasérfræðingar, skurðlæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur og læknaritari. Teymið starfar einnig í góðu samstarfi við sérhæft starfsfólk Blóðbankans. Um það bil níu ígræðsluaðgerðir eru gerðar á hverju ári og á árunum 2003 – 2012 hafa verið framkvæmdar 60 árangursríkar nýraígræðsluaðgerðir á Landspítalanum.

Til að fá frekari upplýsingar um ígræðsluteymið er hægt að senda póst á póstfangið transplant@landspitali.is eða hringja í síma ígræðslugöngudeildar 825-3766 / 825-5837 á dagvinnutíma.

Staðsetning og samskipti

Ígræðslugöngudeild Landspítala er staðsett á göngudeild 10-E í kjallara aðalbyggingar við Hringbraut. Aðkoma á deildina er frá inngangi við Eiríksgötu eða frá gjaldskyldum bílastæðum við aðalinngang. 

Deildin er opin frá kl. 8 til 16 alla virka daga.

Símanúmer fyrir tímapantanir á ígræðslugöngudeild er 543-2200. 

Á dagvinnutíma geta sjúklingar haft samband við hjúkrunarfræðing deildarinnar símleiðis ef upp koma spurningar eða vandamál.

Ef bráð vandamál koma upp utan hefðbundins vinnutíma er hægt að hafa samband við vakthafandi nýrnalækni í gegnum símaþjónustu spítalans, í síma 543-1000

Skrifstofustjóri nýrnalækninga tekur við beiðnum um endurnýjun lyfseðla. Skrifstofustjórinn sér einnig um að útbúa vottorð og beiðnir í samstarfi við sérfræðilæknana.  Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu nýrnalækninga ef sjúklingar þurfa að ná sambandi við ákveðinn nýrnalækni á dagvinnutíma. 

Þeir sem hafa áhuga á að gefa nýra eða óska eftir upplýsingum um ígræðslur er bent á að hafa samband við ígræðslugöngudeildina á dagvinnutíma í síma 825 3766 / 8255837 eða senda tölvupóst á transplant@landspitali.is