Leit
Loka

Skráning á námskeiðið um sykursýki skólabarna

 

Markhópur: Kennarar, leikskólakennarar og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, ásamt starfsfólki frístundaheimila
Námsfyrirkomulag: Fyrirlestrar og umræður.
Leiðbeinendur: Elísabet Konráðsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun, Margrét Sigmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigríður Eysteinsdóttir næringarfræðingur og Pálína Hugrún Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Staðsetning: Hringsalur, Barnaspítala Hringsins, fundurinn verður einnig í boði gegnum  streymi frá Facebook síðu Landspítala
Tímasetning: Mánudagurinn 15. janúar 2024 kl 13:00-15:30.

Nánari upplýsingar: Björk Ellertsdóttir, bjorke@landspitali.is 

Lýsing:

Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða aðferðir við að meta blóðsykur og gefa insúlín, fjallað um lágan og háan blóðsykur, einkenni, viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur.

Næringarráðgjafi mun fjalla um hollt og gott fæði fyrir börn með sykursýki.

Að lokum verða umræður um blóðsykurstjórnun á skólatíma og kynnt verður tillaga að samstarfi milli forráðamanna barns og starfsfólks skólans.

Skráið ykkur með því að fylla úr formið hér neðan: